Lengsta Evrópuævintýri íslensks liðs í ellefu ár | Þetta eru hin átta fræknu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2017 07:00 Valsmenn fagna sigrinum á HC Sloga Pozega. Vísir/Andri Marinó Serbneska liðið HC Sloga Pozega bættist um helgina í hóp með norska liðinu Haslum og Svartfellingunum í RK Partizan 1949. Engu þessara liða hefur tekist að enda Evrópuævintýri Valsmanna í vetur. Valsmenn fylgdu eftir 30-27 sigri í fyrri leiknum gegn Sloga með 29-26 sigri á Hlíðarenda á laugardagskvöldið. Valsliðið vann því örugglega 59-53 samanlagt. „Okkur hentar vel að vera í svona úrslitaleikjum alltaf, við sýndum það í bikarkeppninni og ég vona að þessi reynsla muni nýtast okkur vel í úrslitakeppninni í Olís-deildinni,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals við íþróttadeild 365 eftir leikinn en nú þarf HSÍ að stilla upp úrslitakeppninni í kringum undanúrslitaleiki Valsliðsins. Það er þétt dagskrá fram undan hjá Val. „Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, glaður í leikslok, og bætti við: „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir fram undan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman.“ Valur mætir Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum.Upplifa allan Balkanskagann „Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur við Íþróttadeild 365 í leikslok.Valsmenn komust fyrstir íslenska handboltaliða í undanúrslit í Evrópukeppni fyrir 37 árum og á laugardaginn eignaðist Hlíðarendaliðið sitt þriðja lið sem kemst alla leið í undanúrslit í Evrópu. Ekkert annað lið á fleiri en eitt undanúrslitalið í sögu Evrópukeppnanna. Ellefu ár voru liðin frá því að íslensk lið komst í undanúrslitin í Evrópukeppni og það voru alls liðin sextán ár síðan Ísland átti karlalið svo seint í keppninni.Valur með tvö síðustu liðin Kvennalið Vals og ÍBV áttu stærstu Evrópuævintýrin frá því að karlalið Hauka fór alla leið í undanúrslitin í EHF-bikarnum vorið 2001. Valskonur fóru svo langt í Áskorendakeppninni 2006 eftir sigur á svissneska liðinu Brühl í átta liða úrslitum. Valsliðið féll út á móti rúmensku liði í undanúrslitunum. Tveimur árum fyrr fóru Eyjakonur jafnlangt í sömu keppni eftir sigur á króatísku liði í átta liða úrslitum. ÍBV datt síðan út í undanúrslitunum á móti verðandi meisturum Nürnberg frá Þýskalandi. Haukarnir voru fyrir árangur Valsmanna um helgina eina karlaliðið sem hafði komið í undanúrslit í Evrópu á síðustu þremur áratugum. Haukarnir duttu þá út fyrir Metkovic Jambo frá Króatíu í undanúrslitunum 2001 en landar þeirra hjá Magdeburg, Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson, hefndu fyrir það tap með því að vinna Króatana.Tvö í undanúrslitum vorið 1985 Gullöld íslenskra liða í Evrópukeppninni var þó örugglega 1984-85 tímabilið þegar bæði FH (meistaraliða) og Víkingur (bikarhafa) komust í undanúrslit. FH-ingar áttu þar enga möguleika í verðandi meistara Metaloplastika sem voru langbestir í Evrópu á þessum tíma. Víkingar duttu út þrátt fyrir 20-13 sigur á Barcelona í heimaleiknum eftir ótrúlegan dómaraskandal í seinni leiknum á Spáni sem Börsungar unnu 22-12. Barcelona vann síðan úrslitaleikinn á svipaðan hátt. Þróttarar náðu einnig einstökum árangri 1981-82 tímabilið þegar þeir fóru alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar í fyrstu tilraun sinni við Evrópukeppni.Aðeins eitt lið komist í úrslitaleik Valsmenn fóru alla leið í úrslitaleikinn vorið 1980 og það lið er enn þann dag í dag eina íslenska liðið sem hefur spilað til úrslita um Evrópumeistaratitilinn. Valsmenn slógu þá spænska liðið Atlético Madrid út úr undanúrslitum en steinlágu fyrir Grosswallstadt í úrslitaleiknum. Nú verður spennandi að sjá hvort annað Valslið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni. Eftir tæpa fjóra áratugi er kominn tími á að fá nýtt lið í klúbbinn. Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. 2. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Serbneska liðið HC Sloga Pozega bættist um helgina í hóp með norska liðinu Haslum og Svartfellingunum í RK Partizan 1949. Engu þessara liða hefur tekist að enda Evrópuævintýri Valsmanna í vetur. Valsmenn fylgdu eftir 30-27 sigri í fyrri leiknum gegn Sloga með 29-26 sigri á Hlíðarenda á laugardagskvöldið. Valsliðið vann því örugglega 59-53 samanlagt. „Okkur hentar vel að vera í svona úrslitaleikjum alltaf, við sýndum það í bikarkeppninni og ég vona að þessi reynsla muni nýtast okkur vel í úrslitakeppninni í Olís-deildinni,“ sagði Anton Rúnarsson, leikmaður Vals við íþróttadeild 365 eftir leikinn en nú þarf HSÍ að stilla upp úrslitakeppninni í kringum undanúrslitaleiki Valsliðsins. Það er þétt dagskrá fram undan hjá Val. „Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, glaður í leikslok, og bætti við: „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir fram undan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman.“ Valur mætir Turda frá Rúmeníu í undanúrslitum.Upplifa allan Balkanskagann „Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur við Íþróttadeild 365 í leikslok.Valsmenn komust fyrstir íslenska handboltaliða í undanúrslit í Evrópukeppni fyrir 37 árum og á laugardaginn eignaðist Hlíðarendaliðið sitt þriðja lið sem kemst alla leið í undanúrslit í Evrópu. Ekkert annað lið á fleiri en eitt undanúrslitalið í sögu Evrópukeppnanna. Ellefu ár voru liðin frá því að íslensk lið komst í undanúrslitin í Evrópukeppni og það voru alls liðin sextán ár síðan Ísland átti karlalið svo seint í keppninni.Valur með tvö síðustu liðin Kvennalið Vals og ÍBV áttu stærstu Evrópuævintýrin frá því að karlalið Hauka fór alla leið í undanúrslitin í EHF-bikarnum vorið 2001. Valskonur fóru svo langt í Áskorendakeppninni 2006 eftir sigur á svissneska liðinu Brühl í átta liða úrslitum. Valsliðið féll út á móti rúmensku liði í undanúrslitunum. Tveimur árum fyrr fóru Eyjakonur jafnlangt í sömu keppni eftir sigur á króatísku liði í átta liða úrslitum. ÍBV datt síðan út í undanúrslitunum á móti verðandi meisturum Nürnberg frá Þýskalandi. Haukarnir voru fyrir árangur Valsmanna um helgina eina karlaliðið sem hafði komið í undanúrslit í Evrópu á síðustu þremur áratugum. Haukarnir duttu þá út fyrir Metkovic Jambo frá Króatíu í undanúrslitunum 2001 en landar þeirra hjá Magdeburg, Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson, hefndu fyrir það tap með því að vinna Króatana.Tvö í undanúrslitum vorið 1985 Gullöld íslenskra liða í Evrópukeppninni var þó örugglega 1984-85 tímabilið þegar bæði FH (meistaraliða) og Víkingur (bikarhafa) komust í undanúrslit. FH-ingar áttu þar enga möguleika í verðandi meistara Metaloplastika sem voru langbestir í Evrópu á þessum tíma. Víkingar duttu út þrátt fyrir 20-13 sigur á Barcelona í heimaleiknum eftir ótrúlegan dómaraskandal í seinni leiknum á Spáni sem Börsungar unnu 22-12. Barcelona vann síðan úrslitaleikinn á svipaðan hátt. Þróttarar náðu einnig einstökum árangri 1981-82 tímabilið þegar þeir fóru alla leið í undanúrslit Evrópukeppninnar í fyrstu tilraun sinni við Evrópukeppni.Aðeins eitt lið komist í úrslitaleik Valsmenn fóru alla leið í úrslitaleikinn vorið 1980 og það lið er enn þann dag í dag eina íslenska liðið sem hefur spilað til úrslita um Evrópumeistaratitilinn. Valsmenn slógu þá spænska liðið Atlético Madrid út úr undanúrslitum en steinlágu fyrir Grosswallstadt í úrslitaleiknum. Nú verður spennandi að sjá hvort annað Valslið komist í úrslitaleik í Evrópukeppni. Eftir tæpa fjóra áratugi er kominn tími á að fá nýtt lið í klúbbinn.
Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. 2. apríl 2017 19:30 Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Óskar Bjarni: Held ég að við séum búnir að setja mótið í pínulitla hættu Valsmenn tryggði sér sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu í gær og Guðjón Guðmundsson var á staðnum, Gaupi ræddi við stoltan og kátan þjálfara Valsliðsins eftir leikinn. 2. apríl 2017 19:30
Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Þjálfari Valsmanna var skiljanlega í skýjunum eftir að sæti í undanúrslitum Áskorendabikarsins var í höfn en hann kvaðst vera spenntur fyrir þéttu leikjaskipulagi næstu vikna. 1. apríl 2017 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45