Óskar Bjarni: Stórkostlegt afrek fyrir Val og íslenskan handbolta Kristinn Páll Teitsson skrifar 1. apríl 2017 20:15 Óskar Bjarni segir sínum mönnum til. Vísir/Andri Marinó „Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
„Þetta var stórkostlegt tækifæri fyrir okkur að sigur hér þýddi sæti í undanúrslitum í Evrópukeppni. Þetta er mikið afrek fyrir strákana, félagið og handboltann á Íslandi og það geta allir verið stoltir,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, annar þjálfari Vals, sigurreyfur og þakklátur að leikslokum. Valsmenn komu inn í leikinn með þá hugmynd að þeir voru sterkara liðið og stýrðu leiknum frá upphafi til enda. „Við erum heilt yfir sterkari, þeir eru með frábæran miðjumann og skyttu en þeir voru laskaðir eins og við eftir töluvert leikjaálag. Þegar við erum á fullu gasi þá erum við með sterkara lið og ég gat leyft mér að dreifa álaginu aðeins undir lokin.“ Óskar Bjarni segir að ævintýri Valsmanna í Evrópu hafa gefið liðinu heilmikið. „Ferðirnar hafa gefið okkur mikið, þetta þjappar liðinu vel saman og sjúkrateymið sér til þess að menn séu í lagi. Það var algjör demantur að komast til Serbíu og slaka á og vinna í liðsheildinni. Þegar hún er í lagi erum við frábærir en þegar hún er ekki til staðar erum við fljótir að fara niður á lágt plan,“ sagði Óskar sem var feginn að fá heimaleik í dag. „Við vissum að við þyrftum að selja einn útileik, þetta er dýrt og það er erfitt fyrir strákana að safna fyrir þessu á milli leikja en við erum mjög þakklátir fyrir þann stuðning sem við fáum frá stjórninni. Þetta kostar og núna bíður okkur mjög jákvætt vandamál og þetta hefur allt verið mjög fallegt.“ Það verður púsluspil fyrir mótastjórn HSÍ að skipuleggja úrslitakeppnina með mið af þátttöku Valsmanna í Evrópukeppninni. „Við erum með ansi laskað lið og það eru margir leikir framundan ef við komust alla leið í úrslitin. Það verður mikill hausverkur að púsla þessu saman og vonandi finnur mótastjórn HSÍ lausnir en það verður erfitt.“ Framundan er undanúrslitaeinvígi þar sem Valsmenn mæta annað hvort liði frá Rúmeníu eða Lúxemborg. „Miðað við okkar sögu þá er ég pottþéttur á því að við séum að fara til Rúmeníu, þeir unnu í kvöld og ég á von á því að við mætum þeim. Það verður glæsilegt að upplifa allan Balkanskagann, ég er búinn að fara til Serbíu, Svartfjallalands og er á leiðinni til Makedóníu með landsliðinu. Ég fer að fara að tala tungumálið og er öllum hnútum kunnugur í tískunni og tónlistinni þarna,“ sagði Óskar léttur að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45 Mest lesið Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Körfubolti „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Fleiri fréttir ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Sjá meira
Umfjöllun: Valur - Sloga Pozega 29-26 | Valsmenn í undanúrslitin Valsmenn eru komnir í undanúrslit í Evrópukeppni í handbolta í fyrsta sinn í 37 ár eftir öruggan sigur á Sloga Pozega frá Serbíu í Valshöllinni í dag. 1. apríl 2017 20:45
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti