Reikna með að vísa fólki frá þegar líða fer á daginn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 12:11 Það er smekkfullt við Keflavíkuflugvöll. Vísir/Pjetur Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Langtímabílastæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull og búist er við að vísa þurfi fólki frá þegar líða tekur á daginn. Upplýsingafulltrúi Isavia segir að svo virðist sem óvenju margir Íslendingar hafi flogið til útlanda yfir páskana þetta árið og líklega sé hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Við Keflavíkurflugvöll eru ríflega tvö þúsund stæði sem hægt er að nýta ef farþegar vilja skilja bílinn sinn eftir við flugvöllinn þegar þeir fara til útlanda. Nú er staðan sú að stæðin eru öll full og þeir sem hafa ætlað að leggja við flugvöllinn í dag hafa lent í vandræðum. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir ástandið aldrei hafa verið jafn slæmt og nú þrátt fyrir að bætt hafi verið við aukastæðum. „Við tókum hluta af rútustæðum undir til þess að færa bíla til þess að mynda pláss fyrir þá sem eru að koma. Núna erum við bara í þeirri stöðu að öll svæðin sem við sjáum fyrir okkur að geta nýtt eru orðin full þannig að það eru því miður ekki fleiri bílastæði í boði á flugvellinum núna,“ segir Guðni.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Mynd/IsaviaLíklega aldrei fleiri Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana Guðni býst við að þegar líða tekur á daginn verði fólki vísað frá sem ætlar að leggja bílum sínum yfir páskana við flugvöllinn. Þeir sem nýta þessi stæði eru að langmestu leyti Íslendingar. „Það eru í rauninni óvenju margir Íslendingar á faraldsfæti yfir páskana. Meira heldur en við gerðum ráð fyrir í okkar áætlunum og líklega hægt að fullyrða að þeir hafi aldrei verið fleiri. Aldrei nokkurn tímann,“ segir Guðni. Hann segir stæðin sem í boði eru þó aldrei hafa verið fleiri en nú. „Við erum með 2.350 bílastæði núna. Þau fjölguðu um 350 frá því í fyrra og í fyrra þá fylltust stæðin líka en það var þó aðeins um 2.200 bílar sem voru þá en núna eru þeir 3.000. Þannig er það er 800 bílum fleira á bílastæðunum í ár heldur en í fyrra og það eru auðvitað aðallega Íslendingar sem nýta sér bílastæðin, langtímabílastæðin hjá okkur. Þannig að ég held að við getum alveg fullyrt að það hafi aldrei jafn margir Íslendingar verið á faraldsfæti,“ segir Guðni. Guðni segir mikilvægt að þeir sem ætli að fara til útlanda dagana sem eftir eru af þessari páskahátíð geri ráð fyrir að geta ekki skilið bílinn sinn eftir við flugvöllinn heldur geri aðrar ráðstafanir. „Núna erum við að benda á þetta til þess að fólk geti gert ráðstafanir og geti vonandi nýtt sér rútur eða strætó eða látið aka sér á völlinn,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19