Fjárfestum í framtíðinni Jón Atli Benediktsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Atli Benediktsson Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er óumdeilt meðal framsýnna ríkja í Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu að opinber fjárfesting í menntun, rannsóknum og nýsköpun hefur bein áhrif á framleiðni, hagvöxt og ný störf. Þannig er í nýrri skýrslu Evrópusambandsins[1] fullyrt að rekja megi 2/3 hagvaxtar í Evrópu á tímabilinu 1995-2003 til þekkingarsköpunar, en áhrifin voru mest í Bretlandi (50%) og Finnlandi (40%) og minnst (innan við 10%) í löndum á borð við Ungverjaland, Grikkland og Slóveníu. Tölurnar tala skýru máli: Opinber fjárfesting í menntun og rannsóknum er fjárfesting í samkeppnishæfni og farsæld til framtíðar. Fyrir liggur að háskólastigið á Íslandi hefur sætt verulegum niðurskurði opinberra framlaga í tæpan áratug. Er nú svo komið að Háskóli Íslands er alvarlega undirfjármagnaður og gæði skólastarfsins í raunverulegri hættu. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnar Íslands er í orði kveðnu gert ráð fyrir nokkurri hækkun framlaga til háskólastigsins á tímabilinu 2018-2022. Þessir fjármunir eru þó fjarri því allir til að mæta brýnum rekstrarvanda háskólanna því ráðgerð aukning fyrstu árin er að miklu leyti vegna byggingar Húss íslenskra fræða, auk framlags til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og uppbyggingar nýs fagháskólastigs. Háskólarnir þurfa því enn að bíða, nú til ársins 2019 eftir löngu tímabærri innspýtingu vegna kennslu og rannsókna sem þó er mjög hógvær eftir langvarandi niðurskurð. Háskólaráð Háskóla Íslands samþykkti einróma 6. apríl sl. ályktun þar sem lýst var miklum vonbrigðum með fjármálaáætlunina. Í hverju felast vonbrigðin og hverjar eru afleiðingar óbreyttrar fjármálaáætlunar? Stjórnvöld hafa ítrekað sett fram áform og gefið fyrirheit um að fjármögnun háskóla á Íslandi verði í takt við það sem gerist í nágrannalöndum okkar. Í aðdraganda alþingiskosninga sl. haust ríkti pólitísk samstaða meðal núverandi stjórnarflokka um að opinber framlög á hvern háskólanema skyldu ná meðaltali OECD-ríkjanna á kjörtímabilinu. Þá er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá janúar sl. lögð rík áhersla á að treysta samkeppnishæfni Íslands og þróa hér þekkingarsamfélag með því að styðja háskólana í að halda uppi gæðum og standast alþjóðlega samkeppni, m.a. með endurskoðun á reiknilíkönum sem notuð eru til að meta fjárþörf menntakerfisins.Ekki að sjá að efna eigi fyrirheitin Í áætlun stjórnvalda er ekki að sjá að efna eigi þessi fyrirheit. Þvert á móti virðist lagt upp með að nálgast markmið um sambærilega fjármögnun og í nágrannalöndum okkar með því að fækka verulega háskólanemum á Íslandi. Samanburðurinn við fjármögnun háskóla í nágrannalöndum okkar er ekki stærðfræðiæfing. Hann er raunverulegur mælikvarði á getu háskólanna til að sinna mikilvægu hlutverki sínu. Fækkun háskólanema til að auka hlutfallslegt framlag á hvern þeirra hefði neikvæð áhrif á menntunarstig þjóðarinnar og myndi draga úr samkeppnishæfni hennar og getu til að tryggja komandi kynslóðum fjölbreytt atvinnulíf og blómlegt samfélag. Á sama tíma liggur fyrir að brýnt er að fjölga verulega háskólamenntuðu starfsfólki víða í atvinnulífinu, s.s. í heilbrigðisgreinum, menntakerfinu og í tæknigreinum. Verði ekki að gert blasir við alvarlegur skortur á sérhæfðu starfsfólki víða í þjóðfélaginu. Þá myndi áframhaldandi fjársvelti Háskóla Íslands og fækkun nemenda draga úr námsframboði og nauðsynlegri þróun kennsluhátta, auk þess sem ekki yrði unnt að ráðast í bráðnauðsynlega uppbyggingu innviða rannsókna og nýsköpunar sem létu verulega á sjá í hruninu. Nái fjármálaáætlunin óbreytt fram að ganga getur Háskóli Íslands og þar með íslenska þjóðin misst sterka alþjóðlega stöðu sína. Hér er ekki aðeins orðspor í húfi heldur möguleikar okkar til alþjóðlegs samstarfs og miðlunar nýjustu þekkingar á milli landa. Það þarf langan tíma, metnað og skýra sýn til að byggja upp sterkan rannsóknaháskóla sem þjónar öllu samfélaginu en það tekur aðeins skamman tíma að tefla því uppbyggingarstarfi í voða. Fjárfesting í menntun er fjárfesting í framtíðinni. Í áætlun stjórnvalda er lögð áhersla á aðhaldssemi og langtímahugsun og er það vel. Opinberum fjármunum í þágu samfélagsins og innviða þess til lengri tíma verður varla betur varið en með fjárfestingu í öflugum háskóla sem er samkeppnisfær á alþjóðlegum vettvangi. Hækkunin til háskólastigsins í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er hins vegar of lítil og kemur of seint. Það þarf að spýta í strax. [1] https://ri-links2ua.eu/object/document/326
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar