Varaþingmaður Pírata gengur líka í Sósíalistaflokkinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 15:42 Þór Saari sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009 til 2013. Vísir/GVA Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þór Saari hefur svarað kalli sósíalista landsins og er sá 58. til að skrá sig í nýstofnaðan Sósíalistaflokk. Frá þessu greinir hann á Facebook. Þór hefur skipt reglulega um stjórnmálaflokka undanfarin ár en hann sat á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og gengdi formennsku hjá þingflokki Hreyfingarinnar. Síðastliðið sumar tilkynnti Þór að hann væri genginn til liðs við Pírata. Nú, níu mánuðum síðar, er hann orðinn Sósíalisti en það sem vekur athygli er að hann er ekki á þeim buxunum að yfirgefa Pírata heldur. Hrannar Björn Arnarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans og aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur í hennar ráðherratíð, spurði Þór út í breytingarnar. Hrannar: „Ertu hættur í Pírötum? Þór: „Ónei, en það er engin ástæða til annars en að styðja öll góð málefni.“Hrannar: „Ok. Þið eruð svo frjálslega í Pírötum... einhverstaðar hefðu það talist fréttir að varaþingmaður skrái sig sem stofnfélagi í nýjum stjórnmálaflokki... en það er auvðitað enn stærri frétt að þú ætlir að vera í þeim báðum!“Þór: Það er nú sem betur fer félagafrelsi hér á landi og mönnum frjálst að styðja þau málefni sem þeim sýnist. Píratar eru góðir fyrir sinn hatt og eru í raun eina von íslenskra stjórnmála. Hvert það nýtt framboð sem getur hoggið í hina pólitísku yfirstétt landsins, a.k.a. Fjórflokkinn er þó stuðnings vert. Þó Samfó hafi brugðist og sé horfin þá væri núkannski ráð fyrir þig að hætta þessari sút og rýna í af hverju, og ganga svo til lið við Sósíalistaflokkinn, þ.e. hafirðu einhvern tíma verið jafnaðarmaður.Hrannar þakkar Þór hugulsemina en segist klárlega á réttum stað í jafnaðarmannaflokki Íslands.„Við breytum litlu með því að stofna nýja flokka í hvert sinn sem okkur mislíkar eithvað í fari samferðafólksins eða í þjóðmálaumræðunni…“Þór svarar að bragði: „Við breytum kannsi litlu en við breytum engu með því að styðja flokka sem fara fram á fölskum forsendum sem jafnaðarmannaflokkar eins og Samfylkingin hefur gert.“Hvaða flokk Þór mun svo kjósa í næstu kosningum til Alþingis verður að koma í ljós.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58
Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36