Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2017 14:36 Oddný Harðardóttir býður Gunnari Smára og félögum að ganga til liðs við flokkinn. vísir/Anton Brink Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi. Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, hvetur Gunnar Smára Egilsson og helstu talsmenn nýs Sósíalistaflokks til þess að bíða með að stofna flokkinn. Betra sé að leita ekki langt yfir skammt og styrkja Samfylkinguna. Sameinaðir séu flokkarnir sterkir en sundruð verði áhrifin lítil. „Ég bið ykkur um að bíða aðeins og gera þá tilraun að styrkja Samfylkinguna jafnaðarmannaflokk Íslands með kröftum ykkar. Samfylkingin er með góða innviði út um allt land þar sem borin er uppi nákvæmlega sama stefna og þið boðið. Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir Oddný sem hætti sem formaður Samfylkingarinnar eftir útreiðina sem flokkurinn fékk í kosningunum í haust.Það er líklega að renna upp fyrir fleirum en mér að það þýðir ekkert að tala við auðvaldið um breytingar. Almenningur þarf að rísa upp og fleygja því út úr valdastofnunum samfélagsins, segir Gunnar Smári.alda lóaOddný beinir skilaboðum sínum til Gunnars Smára, Mikaels Torfasonar sem genginn er í flokkinn og sömuleiðis viðskiptafræðingsins og bankastjórans fyrrverandi Ragnars Önundarsonar. „Sameinuð erum við sterk en sundruð höfum við lítil áhrif og höfum ekki afl til að hreyfa við stóru málunum sem hugsjónir okkar brenna fyrir. Verum skynsöm, verum saman og göngum skipulögð til verka!“ Um 500 manns höfðu skráð sig í Sósíalistaflokkinn þegar Vísir ræddi við Gunnar Smára upp úr hádegi í dag. Flokkurinn var stofnaður í gærkvöldi. Var Gunnar Smári, áður „sótsvartur hægri maður“ en nú sósíalisti, afar ánægður með stöðu mála. „Aldrei hefur það gerst í sögu lands og þjóðar að jafn margir landsmenn hafi gengið í nokkurn stjórnmálaflokk á jafn skömmum tíma.“ Var Gunnar Smári spurður að því hvers vegna hann gengi ekki til liðs við einhvern þeirra flokka sem fyrir er á vinstri væng stjórnmála, eins og Samfylkinguna? „Samfylkingin er mesta eyðingarafl vinstursins og varð völd að stórkostlegum skaða. Fólk á ekki að tala sameiningu fram yfir baráttuna, moðið í staðinn fyrir stefnuna og undanhaldið í staðinn fyrir sóknina. Auðvitað má fólk gera það, það fer þá bara í Samfylkinguna. En Sósíalistaflokkurinn verður fyrir hitt fólkið,“ sagði Gunnar Smári í samtali við Vísi.
Alþingi Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Gunnar Smári var sótsvartur hægri maður Ótrúleg umturnun í lífi eins manns. 6. apríl 2017 14:30 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58