Grindavík henti KR út í horn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 06:30 Grindvíkingar fagna eftir sigurinn á KR-ingum í gær. Þeir eru nú búnir að vinna tvo leiki í röð og tryggja sér oddaleik á sunnudaginn. vísir/andri marinó Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“ Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Það verður oddaleikur í DHL-höllinni á sunnudag eftir magnaðan sigur Grindavíkur á KR, 79-66, í Röstinni í gær. Hver hafði trú á því? Líklega enginn fyrir utan þessa geggjuðu baráttujaxla í Grindavíkurliðinu. Þeir hafa vaxið við hverja raun og eru til alls líklegir í Vesturbænum. Atvik átti sér stað er leikurinn var að hefjast sem var nokkuð lýsandi fyrir leikinn. Ómar Örn Sævarsson Grindvíkingur er að bíða eftir uppkastinu og syngur og dillar sér við söng stuðningsmanna KR. Já, KR. Gleði í Grindvíkingum og þeir ætluðu svo sannarlega að njóta þess að spila þennan leik í frábærri stemningu. KR-ingar að sama skapi virtust þjakaðir af taugaspennu. Engin gleði og engin ánægja að vera að spila í úrslitaeinvígi. Þeir voru líka yfirmáta pirraðir og þoldu mótlætið engan veginn. Þeir létu á löngum köflum allt fara í taugarnar á sér. Á sama tíma var Grindavík að njóta hverrar sekúndu. Grindavík leiddi með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta, 20-15, og með níu stigum í hálfleik, 42-33. Forskotið hefði átt að vera stærra miðað við hvað KR-ingarnir voru lélegir. KR-liðið kom ákveðið til leiks í síðari hálfleik. Jón Arnór vaknaði loksins og jafnaði leikinn í 50-50. Þá héldu margir að Grindvíkingar myndi brotna. Raunin varð önnur. Þeir héldu KR frá því að skora í rúmar fimm leikmínútur og tóku gott forskot á ný. Því forskoti slepptu þeir aldrei og tryggðu sér oddaleikinn. Þvert á allar spár sérfræðinga. Það er ekki til sá leikmaður Grindavíkur sem er ekki til í að fórna lífi og limum til þess að vinna bolta. Grindavík er að spila frábæran liðsbolta og liðsandinn er engu líkur. Ef KR-ingar taka ekki til í hausnum á sér og þjálfarinn nær ekki að stilla spennustigið fyrir oddaleikinn þá mun KR tapa oddaleiknum. KR-ingar þurfa að fara í rækilega naflaskoðun fyrir úrslitaleikinn. „Þetta var verðskuldað. Það er kannski smá hroki að segja það en þetta var allt að því sannfærandi hjá okkur,“ segir vígreifur þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson. Hann var eðlilega stoltur en það mátti sjá á honum að hann er alls ekki orðinn saddur. „Ég er svo stoltur af því hvernig við svörum er við dettum aðeins niður. Við kláruðum þetta með þvílíkum stæl. Þetta var frábært. Okkur langar þetta mikið og við erum að fara langt á því að njóta og gefa okkur alla í þetta. Það er liðsheildin sem skapar þennan sigur og allir fyrir einn. Gömlu klisjurnar bara. Við höfum fundið takt sem er að virka. Við erum að spila á okkar styrkleikum og mér finnst við líka á köflum gera mjög vel í að finna þeirra veikleika ef hægt er að tala um það.“
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira