Vísindin og sannlíki stjórnmálanna Guðni Elísson skrifar 22. apríl 2017 10:21 Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Um það leyti sem Donald Trump var kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna átti alfræðiritið Conservapedia 10 ára afmæli. Conservapedia var stofnað af bandaríska íhaldsmanninum Andrew Schlafly í þeim tilgangi að vega upp á móti frjálslyndisslagsíðunni sem honum þótti vera á uppflettiritinu Wikipediu, en ýmislegt sem þar mátti finna gekk þvert á veruleikasýn hægri sinnaðra harðlínumanna. Conservapedia sérhæfir sig í miðlun „annars konar staðreynda“ (e. alternative facts), þar sem mynd íhaldsmanna af heiminum er staðfest í færslum sem hafa á sér fræðilegt yfirbragð. Þar má finna greinar þar sem dreginn er fram „efi“ um viðurkennda þekkingu á sviði þróunarfræða og loftslagsvísinda; meira að segja afstæðiskenning Einsteins virðist standa höllum fæti ef tekið er tillit til þeirra 50 mótraka sem sett eru fram gegn kenningunni. Þar má nefna ýmis kraftaverk Krists (mótrök 22) og sköpunarsöguna í Mósebók (mótrök 43). Þegar þetta er skrifað hafa netnotendur sótt sér „þekkingu“ á Conservapediu yfir 600 milljón sinnum. Hættan sem stafar af íhaldsmönnum eins og Schlafly er fyrst og fremst sú að þeim nægir ekki að binda trúarsannfæringu sína við einkalífið, þeir krefjast þess að stjórnvaldsaðgerðir mótist af þeirra eigin heimssýn. Í þeim tilgangi hafa hægri sinnaðir harðlínumenn á Vesturlöndum nú um nokkurra áratuga skeið skapað umfangsmikil „þekkingarkerfi“ á sviði náttúru- og raunvísinda utan um stjórnmálaskoðanir sínar og viðhaldið þeim á markvissan hátt, t.d. með bóka- og tímaritaútgáfu. Þetta er m.a. gert með því að flytja þekkingarsköpunina úr háskólunum inn í hugveituna þar sem búið er til lokað tilvísanakerfi sem er í engum tengslum við raunveruleikann. Er því „fræðiefni“ svo teflt fram gegn ríkjandi sýn vísindamanna með góðum árangri því að pistlahöfundar, fréttastofur og lesendur miðla sannlíkinu áfram og almenningur heldur að enn sé tekist á um mikilvægar kenningar, sem þó er fyrir löngu búið að samþykkja af vísindasamfélaginu öllu. Líklega hafa stjórnmálaskoðanir ekki verið jafn fyrirferðarmiklar í vísindalegri umræðu síðan á valdatíma Stalíns í Sovétríkjunum gömlu. Schlafly á sér mörg skoðanasystkini á Íslandi og ýmsir íslenskir stjórnmálamenn láta því miður stýrast af veruleikasýn sérhagsmunahugveitunnar. Nægir að nefna Brynjar Níelsson og Sigríði Andersen, dómsmálaráðherra. Ein afleiðing sannlíkisvæðingarinnar í opinberri umræðu er virðingarleysi fyrir raunverulegri þekkingarsköpun. Við slíkar aðstæður er menntakerfið ekki aðeins markvisst fjársvelt eins og gerst hefur á Íslandi. Stjórnmálamennina skortir þá líka getu til þess að greina á milli þekkingar sem byggir á hinni vísindalegu aðferð og innantómum pólitískum spuna. Þeir telja sig ekki bundna af niðurstöðum rannsókna í stjórnvaldsaðgerðum og eru óhræddir við að hunsa þær ef það hentar frekar. Í slíku umhverfi geta stjórnmálamenn rætt mikilvægi þess að „forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“ eins og Teitur Björn Einarsson þingmaður gerði fyrir skömmu þegar rannsóknarniðurstöður voru honum ekki að skapi. Við greiðum fyrir slíka fáfræði dýru verði. Í samfélögum þar sem sannlíkið er gert að gildu viðmiði er velferð allra ógnað. Þá höfum við tapað einu mikilvægasta tækinu sem við búum yfir til þess að lesa í umhverfið og framtíð okkar á jörðinni.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun