Fátt um svör hjá forstjóra United Silicon Jóhann K. Jóhannsson skrifar 21. apríl 2017 20:16 Umhverfisstofnun hefur framlengt frest sem United Silicon hefur til þess að skila mótmælum vegna fyrirhugaðrar lokunar fyrirtækisins til mánudagskvölds. Umhverfisstofnun og stjórnendur United Silicon funduðu um málið í dag. Fundurinn hófst í húsakynnum Umhverfisstofnunar klukkan þrjú í dag en honum lauk klukkan fimm. Meðal þeirra sem sátu fundinn var forstjóri United Silicon, Helgi Þórhallsson. Hann vildi ekki svara spurningum fréttamanna eftir fundinn. „Bara no comment, við erum að fara á annan fund strákar mínir.“Af hverju viltu ekki tjá þig um þetta?„Ég hef þessa reglu að vísa á minn fjölmiðlafulltrúa.“Þið eruð með rúmlega sextíu manns í vinnu. Hvernig er staðan á þeim? Eru störf þeirra í hættu?„Við vorum með fund með starfsmönnum í dag.“Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar.Vísir/GVAHvernig gekk hann?„Bara vel.“Eru störf þessara fólks í hættu?„Nei.“En starfsemi fyrirtækisins, er hún í hættu?Heyrðu vinur, nú skal ég bara fara,“ sagði Helgi að loknum fundi.Ekki eitt vandamál heldur mörg smærri Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunnar segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir fyrstu niðurstöður þeirra erlendu sérfræðinga sem skoðað hafa verksmiðjuna. „Það kemur fram að þetta er kannski ekki eitt stórt vandamál heldur mörg smærri og það þarf að fara í frekari rannsóknir til að komast til botns í vandanum,“ segir Kristín Linda.Vitið þið hvað það tekur langan tíma?„Nei, við erum ekki komin með nákvæma tímalínu. Nú er það þannig að verksmiðjan er ekki starfandi. Þeir hafa til mánudagskvölds til þess að svara okkar bréfi og við gerum þá ráð fyrir að skoða þeirra athugasemdir, sem og annað, á þriðjudaginn.“ United Silicon Tengdar fréttir Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 United Silicon fékk frest til mánudags "Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. 21. apríl 2017 11:50 Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. 20. apríl 2017 19:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Hiti að sjö stigum og mildast syðst Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur framlengt frest sem United Silicon hefur til þess að skila mótmælum vegna fyrirhugaðrar lokunar fyrirtækisins til mánudagskvölds. Umhverfisstofnun og stjórnendur United Silicon funduðu um málið í dag. Fundurinn hófst í húsakynnum Umhverfisstofnunar klukkan þrjú í dag en honum lauk klukkan fimm. Meðal þeirra sem sátu fundinn var forstjóri United Silicon, Helgi Þórhallsson. Hann vildi ekki svara spurningum fréttamanna eftir fundinn. „Bara no comment, við erum að fara á annan fund strákar mínir.“Af hverju viltu ekki tjá þig um þetta?„Ég hef þessa reglu að vísa á minn fjölmiðlafulltrúa.“Þið eruð með rúmlega sextíu manns í vinnu. Hvernig er staðan á þeim? Eru störf þeirra í hættu?„Við vorum með fund með starfsmönnum í dag.“Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfistofnunar.Vísir/GVAHvernig gekk hann?„Bara vel.“Eru störf þessara fólks í hættu?„Nei.“En starfsemi fyrirtækisins, er hún í hættu?Heyrðu vinur, nú skal ég bara fara,“ sagði Helgi að loknum fundi.Ekki eitt vandamál heldur mörg smærri Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunnar segir að á fundinum í dag hafi verið farið yfir fyrstu niðurstöður þeirra erlendu sérfræðinga sem skoðað hafa verksmiðjuna. „Það kemur fram að þetta er kannski ekki eitt stórt vandamál heldur mörg smærri og það þarf að fara í frekari rannsóknir til að komast til botns í vandanum,“ segir Kristín Linda.Vitið þið hvað það tekur langan tíma?„Nei, við erum ekki komin með nákvæma tímalínu. Nú er það þannig að verksmiðjan er ekki starfandi. Þeir hafa til mánudagskvölds til þess að svara okkar bréfi og við gerum þá ráð fyrir að skoða þeirra athugasemdir, sem og annað, á þriðjudaginn.“
United Silicon Tengdar fréttir Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45 United Silicon fékk frest til mánudags "Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. 21. apríl 2017 11:50 Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00 Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00 Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. 20. apríl 2017 19:00 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Hiti að sjö stigum og mildast syðst Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Segir engan starfsmann United Silicon missa vinnuna þrátt fyrir framleiðslustopp Talsmaður United Silicon segir að enginn starfsmaður muni missa vinnuna þrátt fyrir að kísilmálmframleiðsla sé stopp og ekki ljóst hvenær starfsemi geti hafist aftur. 21. apríl 2017 18:45
United Silicon fékk frest til mánudags "Við viljum auðvitað bara komast til botns í málinu og munum taka ákvörðun um framhaldið á þriðjudaginn,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. 21. apríl 2017 11:50
Óttuðust um líf sitt vegna lélegs aðbúnaðar í kísilverinu Starfsmenn kísilversins í Helguvík hafa ítrekað kvartað undan öryggismálum í verksmiðjunni og hafa sumir hverjir óttast um líf sitt í vinnunni. Þetta segir formaður verkalýðs og sjómannafélags Keflavíkur. Hann segir að illa hafi gengið að bregðast við kvörtunum og segist óttast að verksmiðjan hafi aldrei verið tilbúin áður en hún hóf starfsemi 20. apríl 2017 13:00
Umhverfisstofnun þraut þolinmæðina gagnvart United Silicon Þegar staðhæfingar United Silicon um að búið væri að leysa vissa tæknilega erfiðleika reyndust innistæðulausar greip Umhverfisstofnun til aðgerða. 21. apríl 2017 06:00
Ljósbogaofn í kísilverinu aldrei virkað sem skyldi Ljósbogaofn í kísilverinu í Helguvík hefur aldrei virkað sem skyldi á þeim fimm mánuðum sem verksmiðjan hefur verið starfandi. United Silicon á í viðræðum við framleiðenda ofnsins um galla á ofninum. Á landinu eru sérfræðingar frá norska ráðgjafarfyrirtækinu Multiconsult til að komast að því hvað veldur stöðugri ólykt frá verksmiðjunni. 20. apríl 2017 19:00