Ofmetin Costco-áhrif Stjórnarmaðurinn skrifar 8. maí 2017 13:00 Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Eins og varla hefur farið fram hjá nokkrum manni hyggur bandaríski verslunarrisinn Costco á opnun verslunar á Íslandi nú í sumarbyrjun. Ekki er nema gott um það að segja að fjölbreytnin aukist hér á landi. Costco bætist þar í flokk með þekktum erlendum vörumerkjum á borð við Bauhaus, H&M, Lindex og fleirum sem hafa opnað eða hyggja á opnun hér á landi. Bætt úrval og fleiri valkostir getur ekki annað en komið neytendum til góða. Hins vegar er erfitt að verjast þeirri hugsun að áhrifin af komu Costco á þá sem fyrir eru á markaði séu sennilega nokkuð ofmetin. Bréf í þeim kauphallarfélögum sem að einhverju leyti verða í samkeppni við Costco hafa ekki farið varhluta af þessu. Hagar, sem eru vitaskuld stærsta smásölufyrirtæki landsins, hafa sennilega mest fundið fyrir þessum Costco-áhrifum en bréf Haga féllu snarpt í verði í upphafi árs, þótt sú lækkun hafi nú gengið til baka og ríflega það eftir kaupin á Olís og Lyfju. Önnur félög eins og N1 virðast sömuleiðis hafa fengið sinn skammt. Ef málið er hins vegar kannað er ekki annað að sjá en að þessi viðbrögð markaðarins séu sennilega fullhastarleg. Eins og Jón Björnsson, forstjóri Kaupáss, benti á um daginn, velta bestu verslanir Costco á heimsvísu milli 10 og 12 milljörðum króna. Með öðrum orðum – þótt verslun Costco yrði á pari við allra söluhæstu verslanir félagsins yrði markaðshlutdeildin einungis um 2,5% í smásölu hér á landi. Það sér hver maður að slíkt veldur ekki straumhvörfum á markaði þar sem 7% hagvöxtur ríkir. Þá er rétt að geta þess að stærstur hluti vöruframboðs íslenskra matvöruverslana er innlendur. Ólíklegt er að erlendur aðili geti náð betra verði en þeir sem fyrir eru á markaðnum. Við skulum fagna auknu vöruframboði og bættum kjörum neytenda. Hvað markaðsaðila varðar er þó sennilega rétt að gera eins og Jón Björnsson segir og leyfa Costco og H&M að opna áður en farið er að fara á taugum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Costco Neytendur Stjórnarmaðurinn Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira