Oddný vill allan viðbótarkvóta á uppboð Heimir Már Pétursson skrifar 3. maí 2017 13:00 Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. Vísir/Anton Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar vill að viðbótar veiðiheimildir verði boðnar upp á markaði og hvetur sjávarútvegsráðherra til að setja slíkar heimildir á uppboð. Ráðherra segir þverpólitíska nefnd bráðlega hefja störf um tillögur um stjórn fiskveiða og vill bíða eftir niðurstöðum nefndarinnar. Oddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar minnti á það á Alþingi í gær að Samfylkingin hefði lengi ein flokka haft það á stefnuskránni að bjóða upp kvótann. En tveir af núverandi stjórnarflokkum hefðu haft þetta mál á stefnuskrám sínum fyrir síðustu kosningar, Björt framtíð og Viðreisn. Beinast lægi við að nota tilboð og tilboðsmarkaði þegar viðbótarveiðiheimildum verði útdeilt samkvæmt tillögum Hafrannsóknarstofnunar.Oddný sagði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra tíðrætt um að sátt næðist um sjávarauðlindina en hæpið væri að það gerðist fyrr en veiðigjald ákvarðaðist á markaðslegum forsendum. „Þannig fæst sanngjarnt verð og fólkið í landinu, eigendur auðlindarinnar, getur treyst því að ekki sé verið að hygla einum umfram annan. Fiskveiðikerfinu þarf að breyta í heild sinni en en það er hægt að taka strax á næsta fiskveiðiári skref í rétta átt,“ sagði Oddný. Þorskkvótinn hafi verið aukinn um 21 þúsund tonn á síðasta fiskveiðiári og um fimm þúsund tonn á yfirstandandi fiskveiðiári. Samkvæmt nýjustu mælingum hafi þorskstofninn aldrei verið stærri. Því megi búast við viðbótarkvóta á næsta fiskveiðiári, í það minnsta á kjörtímabilinu. „Ef viðbótarkvótinn yrði boðinn út fengju smærri útgerðir tækifæri til að fá kvóta á lægra en stóru útgerðirnar eru að leigja hann á. Núna gengur kílóið á rúmar 200 krónur frá útgerðunum. En veiðigjaldið sem rennur til ríkisins er aðeins rétt um 11 krónur. Það fengist einnig reynsla af útboðsleiðinni sem sem nýta mætti í sáttaumræðum sem sem ráðherrann hæstvirtur hyggst hrinda af stað. Ég vil því spyrja hæstvirtan sjávarútvegsráðherra hvort henni finnst það ekki réttlátt og góð tillaga að viðbótarkvótinn, hver sem hann verður, verði boðinn út í stað þess að færa hann þeim útgerðum sem eru með kvóta fyrir,“ spurði Oddný. Sjávarútvegsráðherra sagði að í þessari viku yrði lokið við að skipa nefnd fulltrúa allra flokka á Alþingi sem hefði það hlutverk að sætta sjónarmið varðandi úthlutun veiðiheimilda og gjaldtöku vegna þeirra. Flestir flokka á Alþingi hafi komið að því að móta kerfið sem skilað hafi hagræðingu í greininni og uppbyggingu fiskistofna. „En hvað spurningu háttvirts þingmanns varðar, þá er ýmislegt í henni sem hægt er að taka undir. En ég vil benda á það að á meðan nefndin sem hefur ekki mikinn tíma, hún hefur út þetta ár; að meðan að hún er að störfum tel ég rétt að hún fái svigrúm til að meta hvaða leiðir eru bestar til að stuðla að sem víðtækastri sátt um þennan grundvallaratvinnuveg þjóðarinnar,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Alþingi Sjávarútvegur Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira