Vinstriblokkin með hæstu flokksgjöldin Snærós Sindradóttir skrifar 2. maí 2017 07:00 Á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands í gær samþykktu félagsmenn að flokksgjöldin yrðu 4.000 krónur á ári. Á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands í gær samþykktu fundargestir að árgjald meðlima yrði 4.000 krónur. Flokksgjald starfandi stjórnmálaflokka er nokkuð misjafnt en flestir segja flokkarnir að gjöldin séu valkvæð og enginn verði gerður brottrækur úr stjórnmálaflokknum við að hunsa kröfuna þegar hún berst í heimabankann. Hæstu flokksgjöldin má finna hjá Vinstri grænum í Reykjavík. Svæðisfélög flokkanna leggja misháar fjárhæðir á meðlimi sína en hjá Vinstri grænum í Reykjavík, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, er valkvæð greiðsla 5.000 krónur. Flokksgjald annarra svæðisfélaga VG er allt frá 1.500 krónum á ári en svo tíðkast að kjörnir fulltrúar flokksins, á landsvísu og í sveitarstjórnum, greiði svokallaða tíund eða hlutfall tekna sinna, sem þeir afla vegna pólitískra starfa, til flokksins. Að hámarki mega einstaklingar styrkja stjórnmálaflokka um 400 þúsund krónur á ári. Samfylkingin hefur svipað háa greiðslu og hinn nýstofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. Meðlimum Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur borist krafa í heimabanka upp á 3.990 krónur. Stuðningur Pírata við flokk sinn er einnig valkvæður en miðast við 3.500 króna árgjald. Eins og í öðrum flokkum tíðkast ekki að ganga hart á eftir þeim sem ekki borga hjá Pírötum. „Fólk getur verið félagsmenn óháð því hvort það greiðir þessa valfrjálsu greiðslu eða ekki. Við viljum ekki hindra aðgang neins að flokknum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Björt framtíð sker sig úr öðrum flokkum en þar er valkvæð greiðsla flokksmanna mánaðarleg. Þannig geta flokksmenn valið að greiða ekkert eða lagt inn upphæð, allt að 400 þúsund krónum, á ári. Framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar segir aldrei lagt mikið upp úr því að rukka gjaldið enda sé um frjáls framlög að ræða. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru engin flokksgjöld rukkuð hjá Viðreisn. Í Sjálfstæðisflokknum sjá kjördæmaráð og önnur félög flokksins um að rukka inn félagsgjöld. Þau nema frá 1.500 krónum til 2.500 króna. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að innan við helmingur félaga flokksins leggi á félagsgjald.„Þú getur í prinsippinu verið aðili að mörgum félögum en þú ert aldrei þvingaður til að greiða í nema eitt félag. Sumir borga kannski í tvö en ég held að það sé fátítt.“ Ekki náðist tali af Einari Gunnari Einarssyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, en eftir því sem næst verður komist eru ekki rukkuð félagsgjöld hjá flokknum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Á stofnfundi Sósíalistaflokks Íslands í gær samþykktu fundargestir að árgjald meðlima yrði 4.000 krónur. Flokksgjald starfandi stjórnmálaflokka er nokkuð misjafnt en flestir segja flokkarnir að gjöldin séu valkvæð og enginn verði gerður brottrækur úr stjórnmálaflokknum við að hunsa kröfuna þegar hún berst í heimabankann. Hæstu flokksgjöldin má finna hjá Vinstri grænum í Reykjavík. Svæðisfélög flokkanna leggja misháar fjárhæðir á meðlimi sína en hjá Vinstri grænum í Reykjavík, sem er stærsta aðildarfélag flokksins, er valkvæð greiðsla 5.000 krónur. Flokksgjald annarra svæðisfélaga VG er allt frá 1.500 krónum á ári en svo tíðkast að kjörnir fulltrúar flokksins, á landsvísu og í sveitarstjórnum, greiði svokallaða tíund eða hlutfall tekna sinna, sem þeir afla vegna pólitískra starfa, til flokksins. Að hámarki mega einstaklingar styrkja stjórnmálaflokka um 400 þúsund krónur á ári. Samfylkingin hefur svipað háa greiðslu og hinn nýstofnaði Sósíalistaflokkur Íslands. Meðlimum Samfylkingarinnar í Reykjavík hefur borist krafa í heimabanka upp á 3.990 krónur. Stuðningur Pírata við flokk sinn er einnig valkvæður en miðast við 3.500 króna árgjald. Eins og í öðrum flokkum tíðkast ekki að ganga hart á eftir þeim sem ekki borga hjá Pírötum. „Fólk getur verið félagsmenn óháð því hvort það greiðir þessa valfrjálsu greiðslu eða ekki. Við viljum ekki hindra aðgang neins að flokknum,“ segir Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata. Björt framtíð sker sig úr öðrum flokkum en þar er valkvæð greiðsla flokksmanna mánaðarleg. Þannig geta flokksmenn valið að greiða ekkert eða lagt inn upphæð, allt að 400 þúsund krónum, á ári. Framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar segir aldrei lagt mikið upp úr því að rukka gjaldið enda sé um frjáls framlög að ræða. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst eru engin flokksgjöld rukkuð hjá Viðreisn. Í Sjálfstæðisflokknum sjá kjördæmaráð og önnur félög flokksins um að rukka inn félagsgjöld. Þau nema frá 1.500 krónum til 2.500 króna. Þórður Þórarinsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að innan við helmingur félaga flokksins leggi á félagsgjald.„Þú getur í prinsippinu verið aðili að mörgum félögum en þú ert aldrei þvingaður til að greiða í nema eitt félag. Sumir borga kannski í tvö en ég held að það sé fátítt.“ Ekki náðist tali af Einari Gunnari Einarssyni, framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins, en eftir því sem næst verður komist eru ekki rukkuð félagsgjöld hjá flokknum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira