Flugmenn uppseldir á Íslandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. maí 2017 20:00 Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag." Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Tæpur helmingur flugmanna WOW eru erlendir flugmenn sem fengnir eru í gegnum umboðsskrifstofu. Flestir eru frá Vestur-Evrópu en íslenskir kollegar þeirra eru einfaldlega uppseldir. Kjör flugmanna WOW fara eftir kjarasamningum Íslenska flugmannafélagsins sem einungis starfsmenn WOW eru aðilar að. Kjör erlendu flugmannanna fara hins vegar eftir samningum þeirra við umboðsskrifstofur en formaður flugmannafélagsins, segir kjörin sambærileg. Markmiðið er þó að ráða sem flesta inn á launaskrá. „Það er yfrlýst stefna, bæði stéttarfélagsins og WOW air, að sem flestir komi til stéttarfélagsins og á kjarasamning hjá okkur," segir Vignir Örn Gunnarsson, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Það gengur ágætlega og voru fyrstu flugmennirnir að týnast inn um áramótin. Sumir vilja hins vegar ekki fasta búsetu á Íslandi. Aðalatriðið hefur að sögn Vignis verið að fá mannskap til starfa til að halda í við gríðarlegan vöxt félagsins. Á einungis sex árum hefur WOW farið upp í það að reka þrettán vélar og eiga þær að verða 24 fyrir lok næsta árs. Er því von á enn frekari vöntun á flugmönnum. „Það er viðvarandi flugmannaskortur. Flugskólarnir hafa ekki undan við að unga út nýjum flugmönnum fyrir bæði flugfélögin. WOW air er að vaxa gríðarlega og það þarf að fá mannskap til að fljúga þessum flugvélum. Og hann er bara ekki til á Íslandi. Sérstaklega reynslumiklir flugstjórar," segir Vignir. „Flugmenn eru uppseldir. Því miður eða sem betur fer, það er mjög gott að vera flugmaður á Íslandi í dag."
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Sjá meira