Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Haraldur Guðmundsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Ólafur Ólafsson Vísir/Eyþór „Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
„Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira