KA virðist vera með pennan fullt af bleki klárt í að semja við menn og búa til handboltalið fyrir átökin í 1. deildinni á næstu leiktíð eftir slitin frá Þór úr Akureyri Handboltafélagi.
Í gærkvöldi gekk liðið frá samningi við Stefán Árnason í þjálfarateymi liðsins og nú er það búið að semja við leikstjórnandann Sigþór Árna Heimisson.
Sigþór, sem er fæddur árið 1993, hefur leikið með Akureyri frá árinu 2010 en hann er uppalinn KA-maður og ætlar að spila með sínu liði en ekki Akureyri, sem er í raun Þór núna, í 1. deildinni á næstu leiktíð.
Sigþór Árni skoraði 30 mörk í 22 leikjum fyrir Akureyri á síðustu leiktíð en liðið hafnaði í neðsta sæti Olís-deildarinnar og féll.
Sigþór Árni semur við KA
Tómas Þór Þórðarson skrifar
