Hin fötluðu og kerfið Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. maí 2017 10:10 Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum eiga allir að hafa sömu tækifæri til menntunar. Börn og ungmenni til 18 ára aldurs skulu geta sótt nám við hæfi. En er það svo? Stutta svarið er NEI. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna eiga öll börn rétt á menntun. Samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eiga öll börn og ungmenni með raskanir rétt á menntun. Samkvæmt íslenskum stjórnvöldum er svarið: sumir og stundum. Dæmi um veruleikanna í íslensku samfélagi. Nýlega kom fram í samantekt frá Reykjavíkurborg að skráð væru yfir 100 grunnskólabörn sem ekki virðast vera í viðunandi námsumhverfi þar sem illa næst að halda utan um þeirra vegferð – við sem þekkjum til þessa hóps vitum hve alvarleg staða það er fyrir alla ekki síst þessa einstaklinga. Hvert liggur þeirra leið þegar illa gengur? Á ráðstefnu Greiningar- og ráðgjafastöðvar ríkisin nýverið þar sem m.a. var fjallað um réttindi barna og ungmenna með frávik til náms, kom m.a. fram að verið er að skera niður fjárframlög til námstilboða sem þessi ungmenni hafa átt möguleika á að sækja. Í öllum uppgangnum sér ríkið sér ekki fært að verja það sem fyrir er. Eða réttara sagt ráðuneytið sem málið heyrir undir. Það er nefnilega þannig að kostnaður við skert lífsgæði kemur þá bara fram í aukinni þjónustu á öðrum sviðum ríkisins. En það káfar ekki upp á einstakt ráðuneyti að hugsa heildrænt – ekki enn að minnsta kosti. Hópur ungmenna á grunn- og framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem er að glíma við fjölþættan vanda er ekki úthlutað námstilboði við hæfi á ári hverju. Það er hópur ungmenna á framhaldsskólaaldri utan menntakerfis sem nýtur velvildar einstaklingsframtaksins sem hefur upp á sitt eigið einsdæmi opnað dyr fyrir ungmenni með fjölþættan vanda sem kerfið virðist ekki eiga svör við um hvernig megi mæta innan menntakerfisins. Bjargirnar eru engar vegna þess að bjargirnar eru of dýrar fyrir málaflokkinn menntun. Ábyrgð ríkisins er mikil en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum kemst ríkið upp með að sinna ekki þeirri skyldu sinni að veita öllum börnum og ungmennum námstækifæri upp að 18 ára aldri. Hver á að kvarta? Hvar á að banka upp á? Hópurinn sem um ræðir er einmitt hópurinn sem hefur hvað veikasta stuðningnetið, oftar en ekki er stuðningsnetið kerfið sjálft því stuðningur heimafyrir er í mörgum tilvikum ekki til staðar. Hversu óábyrgt er það af kerfinu að standa ekki við skyldur sínar gagnvart þessum hópi? Stutta svarið er að það er grafalvarlegt ábyrgðarleysi. Það er löngu tímabært að kerfið fari að vinna sem einn maður, eitt kerfi en ekki mörg að málefnum þeirra barna og ungmenna með frávik sem af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér almenn námstilboð. Það að kerfið geti vísað ábyrgð á milli sín innan kerfis er lamandi fyrir alla sem að einstaklingnum standa. Það er nefnilega svo að öll börn og ungmenni hafa vilja og löngun til frekari þroska, að fá tækifæri til þess að efla sig á eigin forsendum og öðlast aukna færni til að takast á við líf sitt eins og við öll. Tækifærin til náms - sómi samfélagsins. Sara Dögg Svanhildardóttir Skólamanneskja Situr í stjórn Einhverfusamtakanna
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun