Ólíklegt að Ísland sleppi við netárásirnar Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 14. maí 2017 13:30 Hrafnkell Viðar Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar. VÍSIR/VILHELM Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.” Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Tölvuárásin sem hófst á föstudag hefur náð til tvö hundruð þúsund tölva í hundrað og fimmtíu löndum. Óttast er að það muni koma í ljós á næstu dögum að umfangið sé mun meira. Ekki er vitað til að netárás hafi orðið á Íslandi en forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar telur ólíklegt að Ísland sleppi. Yfir eitt hundrað þúsund álagsárásir eru gerðar á Íslandi á ári hverju. Stjórnandi hjá Europol hefur tjáð sig um tölvuárásina, til að mynda á fréttavef BBC, og segir allar líkur á því að ógnin fari vaxandi. Öryggissérfræðingar hafa varað við því að önnur árás sé yfirvofandi og gæti verið óstöðvandi. Tölvuárásin sem hófst á föstudagsmorgun hefur haft mest áhrif í Bretlandi og Rússlandi en áhrifa hennar hefur gætt víða um heim eða í 150 löndum, þar með talið nágrannalöndum okkar. Samkvæmt nýjustu upplýsingum hefur engin tilkynning um árás borist til netöryggissveitar Póst- og fjarskiptastofnunar. Hrafnkell V Gíslason, forstjóri stofnunarinnar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að honum þætti afar ólíklegt að Ísland sleppi við árás. Það gæti verið að fólk tilkynni ekki um árásina eða að það hafi ekki uppgötvað árásina, sérstaklega ekki á stofnunum og fyrirtækjum sem eru lokuð yfir helgina. Hrafnkell tekur undir að mikið sé um tölvuárásir, þeim fari fjölgandi og engin ástæða sé til að ætla að það sé minna um það hér á landi. „Á fundi hjá skýrslutæknifélagsins fyrir jól var fjallað um álagsárásir. Þar kom fram að yfir eitt hundruð þúsund árásir séu gerðar á ári á tölvur á Íslandi.” Verið er að efla íslensku netöryggissveitina. Mun hún bráðlega flytja í sama húsnæði og rannsóknarlögreglan til að nýta betur mannafla og tækjakost. Einnig er verið að vinna að því að innleiða nýja netöryggistilskipun Evrópusambandins. Þá verður tekið á netöryggismálum með mun víðtækari hætti, en í dag takmarkast gæslan við fjarskipti og er eingöngu öryggisvakt á virkum dögum. „Í þessari tilskipun er horft á heilbrigðisgeirann, fjármálageirann, það er horft á orkugeirann, stafræna innviði og samgöngur. Þannig að það verða miklu fleiri sem falla undir þau viðbrögð sem hið opinbera á að beita sér fyrir varðandi netöryggi. Auk þess á að tryggja að það sé starfsemi alla daga ársins, allan sólarhringinn, svo það sé hægt að bregðast við strax og eitthvað kemur upp.”
Tengdar fréttir Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02 Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52 Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22 Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Alþjóðlega tölvuárásin nær til 150 landa Yfirmaður Europol hefur nú staðfest að tölur yfir sýktar tölvur nái 200 þúsund og heldur talan áfram að rísa. 14. maí 2017 11:02
Ekki vitað til þess að Íslendingar hafi orðið fyrir tölvuárásinni Umfangsmikil netárás var gerð í 99 löndum í gær. 13. maí 2017 11:52
Þetta vitum við um alþjóðlegu tölvuárásina Sérstakur hugbúnaður tók þúsundir tölva í 99 löndum í gíslingu í gær. 13. maí 2017 10:22
Netþrjótar yfirtóku tugi þúsunda tölva Starfsemi stofnana og fyrirtækja víðsvegar um heim lamaðist í gær eftir að gíslatökuhugbúnaður (e. ransomware) skaut upp kollinum. Notendur lentu í því að ekki var hægt að nota tölvur nema gegn greiðslu lausnargjalds. 13. maí 2017 07:00