Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 12:07 Á augnabliki skapaðist stórhætta í Reynisfjöru. Hybaj na Island Enn eitt myndskeiðið af ferðafólki koma sér í klandur í Reynisfjöru hefur vakið mikla athygli undanfarna daga á samfélagsmiðlum. Enginn virðist sem betur fer hafa slasast alvarlega. Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi. Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Slóvakar sem sækja Ísland reglulega heim og halda úti Facebook-síðu vöktu athygli á atvikinu á samfélagsmiðlum sínum í síðustu viku. Marek frá Slóvakíu tók myndskeiðið þriðjudaginn 7. október. Þar má sjá ferðamann í appelsínugulum regnjakka tylla sér við stuðlabergið í flæðamálinu í Reynisfjöru og stilla sér upp fyrir myndatöku. Á augabragði skellur alda á manninum og nærstöddu fólki með miklum tilþrifum. Marek segir ferðamennina hafa verið frá Kína og ekki orðið meint af. „Maðurinn var í nákvæmlega sömu stöðu eftir ölduna, nema rennandi blautur,“ segir Marek. Gul, appelsínugul og rauð viðvörunarljós eru notuð til að meta stöðuna í fjörunni hverju sinni. Marek segir að þennan dag hafi appelsínugulaljósið logað til marks um að töluverð hætta sé á ferðum og fólk beðið um að halda sig langt frá briminu. Marek segir að þennan dag hafi verið gott veður, sólríkur dagur en öldurnar alltaf jafnhættulegar. Hann bjó um tíma á Íslandi og reynir að koma hingað til lands einu sinni til tvisvar á ári. Hann hreinlega elski íslenska náttúru. Hann heldur heim til Slóvakíu á morgun og segir þessa heimsókn hafa verið í blautari kantinum enda töluvert rignt undanfarna daga. Atvikið er enn ein áminningin um hættuna í Reynisfjöru. Banaslys varð í Reynisfjöru í byrjun ágúst þegar að níu ára stúlka frá Þýskalandi varð öldunni að bráð. Faðir hennar og systir voru einnig hætt komin. Banaslysið var það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars aukið við upplýsingagjöf og merkingar, settar upp öryggismyndavélar og ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Borið hefur á því að ferðamenn í Reynisfjöru hunsi einfaldlega ljósin í fjörunni og setji sig í mjög meðvitaða hættu. Að neðan má sjá myndbönd frá Reynisfjöru í lok ágúst þar sem fólk virðir rautt viðvörunarljós að vettugi.
Reynisfjara Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Mýrdalshreppur Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira