Nefndaformenn: „Þingið þarf að bregðast við“ Svavar Hávarðsson skrifar 13. maí 2017 07:00 150 störf eru í hættu vegna brotthvarfs HB Granda. vísir/anton brink „Þetta eru mikil vonbrigði, að málinu skuli ljúka svona eins og virðist stefna í. Ég held að þetta sé mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld og niðurstaðan þrýstir á að þau, löggjafarvaldið, svari þeirri spurningu hvort og hvernig eigi að tryggja byggðafestu í veiðum og vinnslu innan fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, spurður um þá niðurstöðu að HB Grandi ákvað að leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur.Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndarPáll hefur fyrr sagt við Fréttablaðið að hann hafi verið þeirrar skoðunar lengi að svara verði þessari spurningu, ekki síst vegna þess að það hafi verið sýnt fram á það með niðurstöðu Hæstaréttar að lögin haldi ekki þegar kom að því að tryggja sveitarfélögum réttindi um forkaupsrétt aflaheimilda, og vísar hann þar til máls Vestmannaeyjabæjar um kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin árið 2012. Dómur Hæstaréttar er rétt tveggja ára gamall. „Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessu og svarað því hvað koma á í staðinn, og tryggja þennan anda laganna um byggðafestu. Þessi atburðarás og niðurstaða uppi á Skaga knýr á um að það verði gert fyrr en seinna,“ segir Páll og segir það vel koma til greina að taka málið upp sérstaklega á vettvangi þingsins, og segir það örugglega verða rætt innan nefndarinnar. „Annaðhvort að eigin frumkvæði eða ef viðbragða er að vænta frá hendi ráðherra sem kæmu til kasta nefndarinnar,“ segir Páll. Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Páli.Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar„Ég er gífurlega svekktur yfir að þetta skuli vera niðurstaðan. Viðræður hafa þó skýrt myndina og skilað einhverjum árangri. Eftir stendur þó þessi hópuppsögn og sú staða sem blasir við fjölmörgum íbúum á Akranesi sem er mikið áhyggjuefni,“ segir Haraldur. Hann segir eitt megininntak fiskveiðistjórnunarlaganna vera byggðafestu „sem sé núna komið í kastljósið eftir þessa niðurstöðu“ og hann horfir til nýskipaðrar ráðherranefndar í því samhengi. „Ég geri einfaldlega þá kröfu til hennar að hún komi með alvöru tillögur í þeim efnum að treysta þetta inntak fiskveiðistjórnunarlaganna um samfélagslega ábyrgð og byggðafestu. Mér finnst aðalatriðið núna því ekki vera gjaldtakan,“ segir Haraldur sem nefnir að kannski þurfi að svæðaskipta landinu. „Þannig að við séum ekki að múlbinda kvóta á tiltekin sveitarfélög heldur að við getum horft á atvinnusvæði sem andlag að slíkri byggðafestu,“ segir Haraldur. „Þegar fiskvinnsla og sjávarútvegur er að þjappast saman á höfuðborgarsvæðinu þá eru einhverjir vitlausir hvatar þarna inni sem við verðum að endurskoða,“ bætir Haraldur við og ítrekar að ráðherranefndin ætti að skoða markmiðin með lögunum – það hvernig við byggjum landið – í staðinn fyrir gjaldtöku af greininni. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Sjávarútvegsráðherra segir það sitt stærsta viðfangsefni að ná sátt um gjaldtöku af sjávarauðlindinni. Mál HB Granda á Akranesi þrýsti á að hún sé tekin föstum tökum. Að flytja störf frá Akranesi til Reykjavíkur gengur gegn kr 12. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
„Þetta eru mikil vonbrigði, að málinu skuli ljúka svona eins og virðist stefna í. Ég held að þetta sé mikið umhugsunarefni fyrir stjórnvöld og niðurstaðan þrýstir á að þau, löggjafarvaldið, svari þeirri spurningu hvort og hvernig eigi að tryggja byggðafestu í veiðum og vinnslu innan fiskveiðistjórnunarkerfisins,“ segir Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, spurður um þá niðurstöðu að HB Grandi ákvað að leggja niður botnfiskvinnslu sína á Akranesi og flytja starfsemina til Reykjavíkur.Páll Magnússon, formaður atvinnuveganefndarPáll hefur fyrr sagt við Fréttablaðið að hann hafi verið þeirrar skoðunar lengi að svara verði þessari spurningu, ekki síst vegna þess að það hafi verið sýnt fram á það með niðurstöðu Hæstaréttar að lögin haldi ekki þegar kom að því að tryggja sveitarfélögum réttindi um forkaupsrétt aflaheimilda, og vísar hann þar til máls Vestmannaeyjabæjar um kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á útgerðarfélaginu Bergi/Hugin árið 2012. Dómur Hæstaréttar er rétt tveggja ára gamall. „Stjórnvöld hafa ekki brugðist við þessu og svarað því hvað koma á í staðinn, og tryggja þennan anda laganna um byggðafestu. Þessi atburðarás og niðurstaða uppi á Skaga knýr á um að það verði gert fyrr en seinna,“ segir Páll og segir það vel koma til greina að taka málið upp sérstaklega á vettvangi þingsins, og segir það örugglega verða rætt innan nefndarinnar. „Annaðhvort að eigin frumkvæði eða ef viðbragða er að vænta frá hendi ráðherra sem kæmu til kasta nefndarinnar,“ segir Páll. Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis og formaður fjárlaganefndar, tekur undir með Páli.Haraldur Benediktsson, formaður fjárlaganefndar„Ég er gífurlega svekktur yfir að þetta skuli vera niðurstaðan. Viðræður hafa þó skýrt myndina og skilað einhverjum árangri. Eftir stendur þó þessi hópuppsögn og sú staða sem blasir við fjölmörgum íbúum á Akranesi sem er mikið áhyggjuefni,“ segir Haraldur. Hann segir eitt megininntak fiskveiðistjórnunarlaganna vera byggðafestu „sem sé núna komið í kastljósið eftir þessa niðurstöðu“ og hann horfir til nýskipaðrar ráðherranefndar í því samhengi. „Ég geri einfaldlega þá kröfu til hennar að hún komi með alvöru tillögur í þeim efnum að treysta þetta inntak fiskveiðistjórnunarlaganna um samfélagslega ábyrgð og byggðafestu. Mér finnst aðalatriðið núna því ekki vera gjaldtakan,“ segir Haraldur sem nefnir að kannski þurfi að svæðaskipta landinu. „Þannig að við séum ekki að múlbinda kvóta á tiltekin sveitarfélög heldur að við getum horft á atvinnusvæði sem andlag að slíkri byggðafestu,“ segir Haraldur. „Þegar fiskvinnsla og sjávarútvegur er að þjappast saman á höfuðborgarsvæðinu þá eru einhverjir vitlausir hvatar þarna inni sem við verðum að endurskoða,“ bætir Haraldur við og ítrekar að ráðherranefndin ætti að skoða markmiðin með lögunum – það hvernig við byggjum landið – í staðinn fyrir gjaldtöku af greininni.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Brim Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Sjávarútvegsráðherra segir það sitt stærsta viðfangsefni að ná sátt um gjaldtöku af sjávarauðlindinni. Mál HB Granda á Akranesi þrýsti á að hún sé tekin föstum tökum. Að flytja störf frá Akranesi til Reykjavíkur gengur gegn kr 12. maí 2017 07:00 Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02 Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14 Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Ákvörðun HB Granda kallar á gjaldtöku Sjávarútvegsráðherra segir það sitt stærsta viðfangsefni að ná sátt um gjaldtöku af sjávarauðlindinni. Mál HB Granda á Akranesi þrýsti á að hún sé tekin föstum tökum. Að flytja störf frá Akranesi til Reykjavíkur gengur gegn kr 12. maí 2017 07:00
Fiskverkakona á Akranesi: „Það er bara búið að reka okkur öll“ Alls missa 86 manns vinnuna þegar botnfiskvinnslu HB Granda verður lokað á Skaganum þann 1. september næstkomandi og sameinuð vinnslunni í Reykjavík. 11. maí 2017 16:02
Forstjóri HB Granda: Fólk var dapurt og leitt „Við munum bjóða öllum vinnu en langflestum í Reykjavík. Það verður að koma í ljós hversu margir geta þegið það boð.“ 11. maí 2017 16:14
Akraneskaupstaður í viðræðum við aðila til að tryggja útgerð og fiskvinnslu Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá sveitarfélaginu vegna ákvörðunar HB Granda að segja upp öllu starfsfólki upp sem vann við botnfisksvinnslu hjá fyrirtækinu á Akranesi í gær. 12. maí 2017 14:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent