Corbyn ýjar að því að Verkamannaflokkurinn muni afnema skólagjöld í breskum háskólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 16:32 Jeremy Corbyn á kosningafundi á dögunum. vísir/getty Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian. Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, hefur ýjað að því að flokkurinn muni gefa loforð um það fyrir komandi þingkosningar í Bretlandi að afnema skólagjöld í háskólum landsins. Corbyn sagði á kosningafundi í menntaskóla í Leeds í dag að hann væri með ýmislegt í vasanum varðandi háskólanámið en að hann gæti ekki gefið neitt upp fyrr en stefnuskrá flokksins yrði opinberuð í næstu viku. „Þið verðið að bíða eftir stefnuskránni. Ég veit að þið eruð örvæntingarfull og ég er með ýmislegt í vasanum en því miður þá get ég ekki sagt ykkur frá því. Er það í lagi? Er ykkur sama? Getið þið beðið vegna spennu?“ sagði Corbyn á fundinum í dag aðspurður um hvað Verkamannaflokkurinn ætlaði að gera varðandi skólagjöld í breska háskóla. Skólagjöld mega nú vera í mesta lagi 9250 pund á ári í háskólum á Englandi sem gera 1,2 milljónir. Fyrir þingkosningarnar 2015 lofaði Verkamannaflokkinn að lækka skólagjöldin niður í 6000 pund árið og á fundinum í dag útilokaði Corbyn ekki að flokkurinn myndi aftur berjast gegn gjöldunum. Orð Corbyn eru í samræmi við orð flokksbróður hans, John McDonnell, sem sagði á kosningafundi á dögunum að Verkamannaflokkurinn vildi að skólakerfið allt yrði ókeypis á sama hátt og heilbrigðisþjónusta er gjaldfrjáls í gegnum National Health Service – NHS. „Við viljum að menntun verði gjaldfrjáls hvenær sem þú þarfnast hennar á lífsleiðinni. Það þýðir að hætta að skera niður á grunnskólastiginu. [...] Og já það þýðir að berjast á móti skólagjöldunum í háskóla svo að börnin okkar þurfi ekki að vera með miklar skuldir á bakinu í framtíðinni,“ sagði McDonnell.Nánar má lesa um málið á vef Guardian.
Kosningar í Bretlandi Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira