Mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu Höskuldur Kári Schram skrifar 26. maí 2017 21:34 Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir. Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Ekkert samkomulag liggur fyrir á Alþingi um framhald þingstarfa en mörg stór og umdeild mál bíða afgreiðslu. Síðari umræða um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar hófst á þriðjudag og hafa þingmenn nú rætt málið í hátt í þrjátíu klukkustundir. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis á þingstörfum að ljúka í næstu viku en ekkert samkomulag liggur þó fyrir milli stjórnar og stjórnarandstöðu um afgreiðslu mála. Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna segir Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, enn tala þannig að hún ætli að halda sér við starfsáætlun. „Hún er náttúrulega nýr forseti með metnað í þeim efnum.“ Svandís segir mikið vera rætt um ríkisfjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en til að ljúka öðrum málum þurfi það að vera mál sem séu í sátt eða litlum ágreiningi þar sem þingmenn komist ekki hjá því að ræða mál séu þau í miklum ágreiningi. „Þannig að það er það sem fólk er að horfa á núna, að reyna að grisja það frá sem eru ágreiningsmál og ljúka þeim málum sem eru í sátt.“ Ólíklegt þykir að Alþingi klári umdeild mál eins og til dæmis áfengisfrumvarpið en málið var afgreitt í ágreiningi úr nefnd í síðustu viku. Önnur mál sem bíða afgreiðslu eru meðal annars jafnlaunafrumvarp félagsmálaráðherra og rafrettufrumvarp heilbrigðisráðherra. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki sjá fyrir sér að Alþingi muni funda mikið inn í sumarið. „Ég geri nú ráð fyrir því að hlutirnir fari nú að rakna upp. Starfsáætlun gerir ráð fyrir að við klárum á miðvikudagskvöld í næstu viku. Það getur skeikað einhverjum dögum með það en hins vegar þá sé ég ekki fyrir mér langa sumarfundi hér í þinginu að þessu sinni,“ segir Birgir.
Alþingi Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira