Fast skotið á Corbyn fyrir árásarummæli Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2017 07:00 Jeremy Corbyn saxar nú á forskot Theresu May. Nordicphotos/AFP Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Kosningabaráttan í Bretlandi er aftur komin á skrið eftir hryðjuverkin í Manchester á mánudag. Eins og við er að búast er þjóðaröryggi eitt mikilvægasta málið í hugum jafnt frambjóðenda sem kjósenda. Kjósa á þann 8. júní. Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, sagði í gær að undir sinni forystu myndi ríkisstjórnin draga úr hættunni á hryðjuverkum frekar en að auka hana. Ýjaði hann að því að ríkisstjórn Íhaldsflokksins undir forystu Theresu May hefði gerst sek um einmitt það. „Fjölmargir sérfræðingar hafa bent á tengsl á milli stríða sem við höfum tekið þátt í erlendis og hryðjuverka hér heima,“ sagði Corbyn. Þá hét Corbyn því að auka fjárveitingar til lögreglu eftir niðurskurð síðustu missera. Hins vegar ítrekaði Corbyn að ábyrgðin á hryðjuverkum lægi alltaf hjá hryðjuverkamönnunum sjálfum. „Mat sérfræðinga dregur á engan hátt úr sök þeirra sem ráðast á börn okkar,“ sagði Corbyn. Íhaldsflokksmenn tóku gagnrýninni ekki þegjandi. Sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, á blaðamannafundi með bandarískum kollega sínum, Rex Tillerson, að það væri „skrímslaháttur“ af Corbyn að reyna að réttlæta gjörðir hryðjuverkamanna. „Mér finnst það algjörlega ótrúlegt og óafsakanlegt að nýta þessa viku af öllum til þess að reyna að réttlæta aðgerðir hryðjuverkamanna,“ sagði Johnson. Tim Farron, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, tók í sama streng. Sagði hann Corbyn notfæra sér hina „ógeðfelldu árás“ til að koma pólitískum boðskap sínum á framfæri. „Þetta sýnir ekki leiðtogahæfni. Þetta snýst um að forgangsraða stjórnmálum framar fólki á hörmungartímum,“ sagði Farron. Þrátt fyrir talsverða gagnrýni á orð Corbyns má þó mæla meðbyr með Verkamannaflokknum nú þegar nær dregur kosningum. Í nýrri könnun YouGov mælist Verkamannaflokkurinn með 38 prósenta stuðning. Mælist hann einungis fimm prósentustigum minni en Íhaldsflokkurinn sem nýtur stuðnings 43 prósenta kjósenda. Könnunin, sem er nýjasta stóra könnunin, sýnir nokkuð mikla breytingu á stöðunni en meðaltal skoðanakannana sem The Financial Times tekur saman sýnir Íhaldsflokkinn með 45 prósenta stuðning en Verkamannaflokkinn í 34 prósentum. Munar því ellefu prósentustigum. Þó er ljóst að Verkamannaflokkurinn hefur saxað á forskot Íhaldsflokksins frá því Theresa May boðaði óvænt til kosninga þann 18. apríl, þremur árum á undan áætlun. Mældist forskotið þá um 20 prósentustig.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Bretlandi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira