Biður neytendur að gæta sín á Costco-áhrifunum Birgir Olgeirsson skrifar 24. maí 2017 14:49 Frá Costco í Kauptúni. Vísir/Eyþór „Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“ Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Vatn er frítt á Íslandi, það er enginn að græða þarna,“ segir Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi, sem hafa það að markmiði að auka vitundarvakningu um sóun matvæla, um þær fregnir að bandaríski verslunarrisinn Costco selji hálfan lítra af ókolsýrðu vatni á ellefu krónur hér á landi. Það er fimm krónum lægra en sem nemur skilagjaldi plastflöskunnar en bent hefur verið á að Costco þurfi að greiða sextán króna skilagjaldið til ríkissjóðs þegar vatnið er flutt til landsins. „Við erum með frábært íslenskt vatn og þurfum ekki á öllu þessu vatni að halda,“ segir Rakel.Rakel Garðarsdóttir hjá samtökunum Vakandi.Vísir/ValgarðurHún segir ýmislegt jákvætt við komu Costco til landsins. Vonast hún til að mynda til þess að það muni leiða til lægra vöruverðs og þá býður verslunarrisinn viðskiptavinum sínum ekki upp á plastpoka. „Ég hefði frekar viljað sjá þróun á Íslandi í átt að kjörbúðum. Þannig að þú getir farið út í búð og ef þig vantar bara fimmtíu gramma nautasteik, þá færðu bara 50 gramma nautasteik.“ Hún hvetur fólk til þess að fara varlega þegar kemur að Costco, því þar leynist gyllitilboð. „Það eru þessi Costco-áhrif sem eru kennd í markaðsfræðinni. Þessi hugsun að þú farir inn í verslun, jafnvel bara til að skoða, en þú kemur út úr búðinni með eitthvað sem þig vantaði ekki. Þannig vilja flestar búðir hafa þetta, að við kaupum eitthvað sem við þurfum ekki. Neytandinn græðir yfirleitt ekki á tilboðum á borð við: Kauptu tvo og fáðu þriðja frítt.“ Hún hvetur fólk til að kaupa ekki eitthvað í Costco sem það þarf ekki, af því það var einfaldlega svo ódýrt. „Það er svo mikil sóun í því. Þetta er allt of mikið magn og allt of mikið af umbúðum. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu er þetta ekki pakkastærðir sem við þurfum. Þetta hentar mögulega þeim sem eru að fara halda veislur, en að vera meðvitaður um að þó þetta virki æðislega ódýrt, að kaupa ekki ef maður er ekki að fara að nota það.“
Costco Tengdar fréttir Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07 Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00 Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Fjölmenni beið þess að Costco opnaði á degi tvö Röð myndaðist fyrir utan vöruhúsið í Kauptúni í morgun. 24. maí 2017 10:07
Costco býður ekki alltaf besta verðið Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist. 24. maí 2017 07:00
Vatn Costco ódýrara en skilagjald flöskunnar Costco í Garðabæ selur hálfan lítra af vatni í plastflöskum á ellefu krónur stykkið. Skilagjald drykkjarumbúða er 16 krónur á flösku og því fimm krónum hærra en verðlagning Costco. 24. maí 2017 07:00