Trump segir nauðsynlegt að uppræta hugmyndafræði hryðjuverka Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2017 19:41 Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump. Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Þjóðarleiðtogar um allan heim hafa í dag vottað bresku þjóðinni samúð sína vegna fjöldamorðanna í Manchester og heitið henni stuðningi. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir nauðsynlegt að uppræta með öllu þá illu hugmyndafræði sem næri hryðjuverkamenn. Breska þjóðin er harmi slegin eftir fjöldamorðin í Manchester í gær. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hélt til Manchester að loknum fundi í neyðarnefnd stjórnvalda, Cobra, í morgun og ræddi þar við yfirmenn lögreglunnar í borginni. „Þetta er algerlega villimannsleg árás sem hefur átt sér stað. Að drepa ungt fólk á þennan hátt. Þetta er algert reiðarslag og hugur okkar og bænir verða að vera hjá fjölskyldum þeirra og vinum eftir þennan hræðilega harmleik sem hefur átt sér stað. Það er alveg á hreinu að lögreglan og öryggissveitirnar fái þau úrræði sem þau þurfa til að halda rannsókninni áfram og ég vil þakka öllum þeim sem koma að þessu máli, lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum, fyrir hvað þau brugðust stórkostlega við þessum hræðilega atburði,“ sagði May í dag. Nú beindist rannsóknin að því hvort fleiri en tilræðismaðurinn tengist morðunum. „Ég tek það líka skýrt fram að við munum ekki láta hryðjuverkamennina sigra. Gildi okkar munu halda velli,“ sagði May. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mætti í breska sendiráðið í París í dag ásamt forsætisráðherra og utanríkisráðherra sínum til að votta bresku þjóðinni samhug Frakka og sýna þeim stuðning. „Eftir árásina sem var gerð í Manchester í gærkvöldi er alveg ljóst að það er öll Evrópa, hin frjálsa Evrópa, sem ráðist var á. Ráðist hefur verið á hjarta evrópskra og breskra ungmenna,“ sagði forseti Frakklands. Um alla Evrópu, Rússland og víðast hvar um heim hefur fólk lagt blóm að sendiráðsbyggingum Breta. Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði fréttirnar frá Manchester hræðilegar. „Þessi hryðjuverkaárás mun aðeins styrkja þann ásetning okkar að halda áfram að vinna með breskum vinum okkar gegn þeim sem skipuleggja og fremja slík grimmileg illvirki. Ég fullvissa bresku þjóðina: Þýskaland stendur við hlið ykkar,“ sagði Merkel. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Bandaríkjamenn standa heila við hlið Breta og kallaði tilræðismanninn eða mennina illa innrætta tapara „Það verður að hrekja hryðjuverkamennina og öfgamennina og þá sem aðstoða þá samfélagi okkar fyrir fullt og allt. Það verður að uppræta þessa illu hugmyndafræði og ég meina uppræta algerlega,“ sagði Trump.
Donald Trump Hryðjuverk í Manchester Tengdar fréttir Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58 Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01 Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Í beinni: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Að minnsta kosti 22 eru látnir og 59 særðir eftir sjálfsmorðssprengjuárás í tónleikahöllinni Manchester Arena í Manchester í Englandi í gærkvöldi. 23. maí 2017 06:58
Utanríkisráðherra: „Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ Utanríkisráðherra: "Hugur okkar er með vinum okkar Bretum“ 23. maí 2017 10:01
Íslamska ríkið lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Manchester 22 eru látnir og 59 eru særðir. 23. maí 2017 11:53