Donald Trump harðorður í garð Írans Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. maí 2017 18:56 Trump flytur ræðu frammi fyrir leiðtogum múslimaríkja í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í dag. Fyrir aftan hann sitja dóttir hans, Ivanka Trump, og eiginmaður hennar, Jared Kushner. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan: Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, flutti ræðu í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu í dag. Trump var sérstaklega harðorður í garð Írans, helsta keppinautar Sádi-Arabíu, í ræðu sinni og kenndi írönskum yfirvöldum um óróleikann á svæðinu. Leiðtogar 55 ríkja, í hverjum múslimar eru í meirihluta, voru viðstaddir ræðuhöldin. Í frétt BBC er afstaða Trumps gagnvart Íran sögð hafa þóknast leiðtogum Sádi-Arabíu. Þá er ræða hans einnig sögð tilraun til nokkurs konar sátta við múslimalönd en Trump olli miklum usla í kosningaherferð sinni til embættis Bandaríkjaforseta með málflutningi sínum um múslima.„Barátta á milli góðs og ills“Hvíta húsið birti hluta úr ræðu forsetans áður en hún var flutt fyrr í dag en hann sagðist ekki staddur í Sádi-Arabíu til að lesa yfir hausamótunum á leiðtogum Íslam eða koma á bandarískum siðum og venjum. Hann sakaði Íran jafnframt um að standa að baki hryðjuverkahópum í Mið-Austurlöndum, styðja þá fjárhagslega og selja þeim vopn. Trump sagði baráttuna gegn öfgamönnum ekki vera bardaga á milli mismunandi trúarbragða heldur „baráttu á milli góðs og ills.“ Þá sagði hann að betri framtíð væri aðeins möguleg „ef þjóðir ykkar reka hryðjuverkamennina í burtu, og reka í burtu öfgamennina,“ og ávarpaði þar leiðtogana sem hlýddu á ræðuna. Hann bætti þó við að löndin gætu ekki beðið eftir útspili „bandarískra afla“ og að þau þyrfti að „uppfylla sínar skyldur byrðarinnar.“Samningur Bandaríkjanna við Persaflóaríkin verði undirritaður Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín í garð múslima. Hann hefur lagt til að komið verði upp gagnagrunni, í hverjum finna megi alla múslima í Bandaríkjunum, og þá hefur hann tvisvar sinnum reynt að setja í lög að íbúum nokkurra ríkja, þar sem múslimar eru í meirihluta, yrði meinað að koma til Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að Bandaríkin, ásamt sex Persaflóaríkjum, muni undirrita samning um bann við fjárframlögum til öfgahópa á borð við ISIS. Persaflóaríkin sex, Sádi-Arabía, Katar, Kúveit, Oman, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Bahrain, hafa þó verið sökuð um að styðja hryðjuverkasamtökin og önnur sambærileg hernaðaröfl Sunni-múslima.Ræðuna má hlusta á í heild sinni hér að neðan:
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Óman Sádi-Arabía Tengdar fréttir Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Mun hvetja leiðtoga Íslam til að berjast gegn öfgum „Þetta er ekki barátta á milli mismunandi trúarbragða.“ 21. maí 2017 13:05