Corbyn: „Það er nokkuð ljóst hverjir unnu þessar kosningar“ Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2017 08:57 Jeremy Corbyn er formaður Verkamannaflokksins. Vísir/AFP Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, segir flokkinn reiðubúinn að þjóna Bretum með myndun minnihlutastjórnar og án þess að semja sérstaklega fyrirfram við aðra flokka. Hann segir að „flokkurinn sem tapaði þessum kosningum sé Íhaldsflokkurinn.“ Corbyn segir að tími sé kominn fyrir breytingar og þingflokkur Verkamannaflokksins hafi verið kjörinn til að binda enda á aðhaldsaðgerðir. Í viðtali við Sky segir Corbyn að hann sé reiðubúinn að leggja tillögur Verkamannaflokksins varðandi breska heilbrigðiskerfið, menntakerfið og lífeyriskerfið fyrir þingið. Hann segir að viðræður um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu séu áfram á dagskrá en að í þeim vilji hann leggja áherslu á að tryggja atvinnu Breta og góðan viðskiptasamning við sambandið. Þá vilji hann tryggja réttindi ríkisborgara ESB-ríkja sem búa í Bretlandi. Corbyn tjáði sig einnig um stöðu Theresu May forsætisráðherra. „Í kosningabaráttunni barðist hún á þeim forsendum að þetta var hennar kosningabarátta, ákvörðunin um að boða til kosninga hafi verið hennar, nafn hennar hafi verið lagt undir og að hún gerði þetta til að koma á sterkri og stöðugri ríkisstjórn. Nú í morgun lítur þetta ekki út fyrir að vera sterk ríkisstjórn, lítur þetta ekki út fyrir að vera stöðug ríkisstjórn, lítur ekki út fyrir að vera ríkisstjórn með neina stefnu.“ Þegar búið er að kynna niðurstöður kosninga í langfelstum kjördæmum er ljóst að Íhaldsflokkurinn hafi misst meirihluta sinn. Í morgun hafa fjölmiðlar greint frá því að Íhaldsmenn og þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) muni hefja viðræður um myndun nýrrar stjórnar. Verkamannaflokkurinn stefnir hins vegar að myndun minnihlutastjórnar.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir „Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
„Niðurlæging“ og „martröð“ Theresu May Breski Íhaldsflokkurinn, með Theresu May í broddi fylkingar, tapaði meirihluta sínum á breska þinginu í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. 9. júní 2017 07:39