Raðirnar í Costco náðu enda á milli Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2017 11:50 Þó nú sé tæpur mánuður liðinn frá því að búðin opnaði troðfylla viðskiptavinir rýmið sem áður. Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla. Costco Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Stappfullt var í Costco í gær, sunnudaginn 18. júní. Fjölmargir þurftu frá að hverfa enda var staðan orðin sú, uppúr hádegi á sunnudeginum, að raðirnar náðu frá afgreiðslukössum og út í hinn enda hins risavaxna vörulagersins. Með öðrum orðum, búðin var orðin ein samfelld röð. Þurftu fjölmargir frá að hverfa.Costco-æðið síst í rénun Costco-æðið svokallaða, en viðskiptavinir hafa lagt leið sína þangað í stórum stíl, virðist síst rénun þó nú sé tæpur mánuður frá því að búðin opnaði, sem var 23. maí. Blaðamaður Vísis fór í Costco í gær og eftir alllanga bið eftir bílastæði, hófst eltingarleikur við innkaupakörfu og var þá betra en ekki að vera frár á fæti. Þegar inn var komið rann svo upp fyrir blaðamanni að ef hann ætlaði að ná því að versla og fá það afgreitt, þá myndi það kosta meiri þolinmæði en hann hefur yfir að ráða.Vísir greindi frá því um helgina að vöruúrval í búðinni væri orðið að mjög skornum skammti. Þegar ljósmyndari Fréttablaðsins var þar á ferð á fimmtudaginn voru fjölmargar hillur verslunarinnar tómar.Fylltu á um helgina Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco, segir í samtali við Vísi þeir hafi verið í önnum við að fylla á undanfarna daga. Eins og alla daga, reyndar, segir Vigelskas. „Það er stórkostlegt að vera hluti þessa ævintýris. Ég tala reglulega við viðskiptavini og þeir eru glaðir. Vöruúrvalið er að komast í það lag sem við viljum hafa það. Og vonandi getum við annað eftirspurn.“ Hann segir að reglulega berist varningur til landsins og menn hafi látið hendur standa frammúr ermum um helgina við að fylla á í hillurnar. Hann er að vonum kátur með viðtökurnar, segir að þær hafi farið fram úr björtustu vonum en þau hjá Costco hafi reyndar vitað að búðin myndi falla í kramið.Costco sannarlega fallið í kramið Og sannarlega hefur búðin gert það. Líkast til eru ýmsir samverkandi þættir sem stuðla að því. Samkvæmt upplýsingum um kortaveltu nemur sala Costco um 32 prósent af heildarveltu á dagvörumarkaði. En til samanburðar var markaðshlutdeild Bónuss á sama tíma 28 prósent. Bónus rekur 32 verslanir um allt land, 20 á höfuðborgarsvæðinu en Costco er með þessa einu búð og því liggur í hlutarins eðli að þar er þröng á þingi. Samkvæmt nýlegri könnun MMR hafa rúm 43 prósent Íslendinga farið í Costco, talsvert fleiri konur eða 47 prósent móti 40 prósentum karla.
Costco Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira