Samfélagið og annað tækifæri Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 19. júní 2017 10:28 Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Tilfinningar geta truflað umræðu um viðkvæm mál og stundum missir fólk sjónar á skóginum og sér bara eitt tré úr fjöldanum. Fyrir félag sem berst fyrir betrunarstefnu í fangelsismálum er slæmt þegar mál eins einstaklings er dregið fram í dagsljósið og forseti landsins lýsir því yfir að almenningur allur vilji að hann – og hans líkar – verði lokaðir ævilangt inni. Með yfirlýsingu sinni fullyrti forseti Íslands að þjóðin vilji hverfa frá betrunarstefnu í fangelsismálum þegar kemur að mönnum sem brotið hafa kynferðislega gegn börnum. Þjóðin telji að með brotum sínum hafi þeir fyrirgert rétti sínum til að búa meðal annarra íbúa og skuli lokaðir inni til dauðadags. Afstaða telur að forsetinn hafi ekki séð heildarmyndina þegar hann tjáði sig um málefnið við fjölmiðla og hafi mögulega oftúlkað vilja þjóðarinnar. Vel menntuð og upplýst samfélög hafa nefnilega horfið frá refsistefnu í anda miðalda. Þau átta sig á mikilvægi þess að reyna betra menn sem brotið hafa af sér, burtséð frá brotaflokkum, og umbuna þeim sem greiða skuld sína við samfélagið með afplánun refsingar og góðri hegðun í framhaldinu. Betrunarstefnan gengur út á refsingu með frelsissviptingu, endurhæfingu með meðferðum, námi og starfsþjálfun og svo aðlögun að samfélaginu á nýjan leik. Ef viðkomandi sýnir að hann getur tekið þátt í samfélagi manna án þess að brjóta af sér og vinnur sér aftur inn traust getur hann sótt um að fá full réttindi að nýju, að í lagalegum skilningi sé mannorðið óflekkað. Hafa ber í huga að betrunarstefnan nær yfir alla þá sem brjóta af sér, ekki er hægt að gera upp á milli afbrota eða handvelja þá sem fá tækifæri til betrunar. Allir eiga skilið annað tækifæri. Hér á landi er hins vegar betrunarstefnan langt frá því að vera virk og er aðeins smá vísir af henni miðað við Norðurlöndin og það er það sem almenningur ætti að hafa áhyggjur af. Ef ráðherra dómsmála hefur áhuga á að breyta einhverju í þessum málum ætti hún strax að hefjast handa við að tryggja að fangar fái viðeigandi meðferðir og eftirfylgni eftir afplánun og að hún hefji strax samtal um að heildarendurskoða betrunarstefnuna, því aðalmarkmiðið með henni hlýtur alltaf að vera að fækka brotaþolendum, kostnaði og glæpum.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun