Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, skoðaði lúpínubreiður í friðlandinu á Hólmanesi í gær. Mynd/Lára Björnsdóttir „Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
„Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira