Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, skoðaði lúpínubreiður í friðlandinu á Hólmanesi í gær. Mynd/Lára Björnsdóttir „Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
„Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira