Innlent

Gripinn á 130 á 80-götu

Agnar Már Másson skrifar
Atvikið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni.
Atvikið átti sér stað á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Lögregla stöðvaði ökumann í gæð þar sem hann ók á 131 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst.  

Þetta kemur meðal annars fram í dagbók lögreglu þar sem greint er frá málum milli 17 í gær og 5 í nótt. Málið heyrir undir lögreglustöð 4 sem sinnir málum í Grafarvogi, Mosfellsbæ, Árbæ.

Lögreglan á sömu stöð var einnig kölluð til vegna líkamsárásar en þar hafði gestur á skemmtistað ráðist á dyravörð.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir í akstri í sama umdæmi grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og vímuefna og kom í ljós í báðum tilvikum að ökumaður hafi verið sviptur ökuréttindum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×