Demókrati gagnrýnir viðbrögð Obama við aðgerðum Rússa Samúel Karl Ólason skrifar 26. júní 2017 13:30 „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Vísir/Getty Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump Donald Trump Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Háttsettur þingmaður Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hefur gagnrýnt Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa ekki gripið til umfangsmikilli aðgerða þegar ljóst var að yfirvöld í Rússlandi ætluðu sér að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem haldnar voru þar í landi í fyrra. „Ég held að ríkisstjórn Obama hefði átt að gera mun meira þegar afskipti Rússa urðu ljós, og þegar það varð ljóst að þeim var stýrt úr hæstu hæðum Kremlin,“ sagði Adam Schiff í þættinum State of the Union á CNN.Schiff er æðsti meðlimur demókrata sem tilheyrir þingnefnd fulltrúadeildarinnar um njósnamál, en hann og þingkonan Dianne Feinstein þrýstu á ríkisstjórn Obama fyrir kosningarnar. Hann segir ákvörðun Obama að grípa ekki til aðgerða fyrr en eftir kosningarnar hafa verið ranga. „Bandaríska þjóðin þurfti að vita hvað væri að gerast.“ Því gripu Schiff og Feinstein til þess ráðs að birta einhliða yfirlýsingu þar sem þingmennirnir sögðu ljóst að markmið Rússa væri að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna og að kölluðu eftir því að afskiptum þeirra yrði hætt.Washington Post birti nýverið ítarlega grein um að Obama hefði fengið upplýsingar um afskipti Rússa í ágúst í fyrra og að Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefði gefið skipun um slík afskipti. Markmiðið með þeim aðgerðum væri að hjálpa Donald Trump að vinna kosningarnar sem haldnar voru í nóvember. Upplýsingarnar eru sagðar hafa komið frá aðilum innan ríkisstjórnar Putin. Það var ekki fyrr en í desember sem ríkisstjórn Bandaríkjanna beitti þvingunum gegn Rússlandi og rak fjölda rússneskra njósnara og erindreka úr landi. Obama mun hafa óttast að ef hann gripi til aðgerða gegn Rússum yrði talið að hann væri sjálfur að skipta sér af kosningunum. Donald Trump hefur tíst um fregnir Washington Post um helgina og nú í dag. Tíst Trump í dag þar sem hann gagnrýnir Obama og fer fram á afsökunarbeiðni.Nú segir hann að ástæða þess að Obama hafi „ekkert gert eftir að hafa fengið upplýsingar um afskipti“ hafi verið að hann taldi að Hillary Clinton myndi vinna og því hafi hann ekki viljað „rugga bátnum“. Trump virðist gagnrýna Obama fyrir aðgerðaleysið og segir að Clinton og demókratar hafi ekki grætt á Obama hafði ekki brugðist við.Tíst Trump frá 22. júní þegar hann sagði allar fregnir um afskipti Rússa vera gabb demókrata.Trump hefur í gegnum tíðina verið margsaga um afskipti Rússa og nú síðast þann 22. júní sagði hann að þetta væri ekkert annað en gabb demókrata til að afsaka tap þeirra í kosningunum. Hann hefur áður sagt að Kína hefði mögulega gert tölvuárásir en ekki Rússar og jafnvel einhver feitur maður í sófanum sínum.Tweets by realDonaldTrump
Donald Trump Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira