Dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn með hnífi Atli Ísleifsson skrifar 22. júní 2017 23:15 Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. vísir/hari Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt þrítugan karlmann í átta mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni og fyrir að ráðast gegn lögreglumönnum með hnífi á heimili sínu í Reykjavík á síðasta ári. Þá var maðurinn einnig dæmdur fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Í ákæru kom fram að maðurinn hafi aðfaranótt 10. ágúst síðastliðinn veist með ofbeldi og hótunum að tveimur lögreglumönnunum sem þar voru við skyldustörf, en samkvæmt heimildum Vísis var um sérsveitarmenn að ræða. Segir að maðurinn hafi komið út af baðherbergi íbúðarinnar vopnaður hnífi með fimmtán sentimetra löngu blaði, gengið í átt að lögreglumönnunum og otað að þeim hnífnum og þannig hótað þeim líkamsmeiðingum og lífláti. Þá hafi maðurinn ítrekað hótað öðrum lögreglumanninum lífláti og elt hann inn í stofu með hnífinn á lofti, sveiflað hnífnum í átt að honum og gert tilraun til að stinga hann. Lögreglumanninum tókst þó að verjast árásinni með lögregluskyldi sínum auk þess að slá í hönd mannsins með lögreglukylfu.Játaði sök Í dómnum kemur fram að unnusta mannsins hafi hringt á lögreglu og hleypt lögreglumönnunum inn eftir að hinn dæmdi hafi ætlað að „kála sér“, en hann hafi þarna verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Maðurinn á að baki sakaferil og játaði sök samkvæmt ákæru. Hann hefur í þrígang verið dæmdur fyrir brot gegn umferðarlögum, auk þess að hafa í tvígang gengist undir sáttir fyrir umferðarlagabrot. „Brot ákærða í máli þessu eru mjög alvarleg, en hann hefur verið sakfelldur fyrir brot gegn valdstjórninni og tilraun til sérstaklega hættulegrar líkamsárásar gagnvart lögreglumönnum. Var mildi að verulegt líkamstjón hlaust ekki af, en framferði ákærða með hnífinn var stórháskalegt. Með hliðsjón af háttsemi ákærða er refsing hans ákveðin fangelsi í 8 mánuði, sem í ljósi háttseminnar þykir ekki fært að skilorðsbinda. Ákærði er sviptur ökurétti ævilangt,“ segir í niðurstöðu dómsins.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira