Nýja flugstöðin í Vatnsmýri fer öfugt ofan í suma stjórnarliða Sæunn Gísladóttir skrifar 22. júní 2017 07:00 Mikill styr hefur staðið um flugvöllinn í Vatnsmýri undanfarin ár og enginn einhugur er um málið. VÍSIR/VILHELM Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Ekki er einhugur innan ríkisstjórnarinnar um að hefja framkvæmdir við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni á næsta ári. Morgunblaðið greindi frá því í gærmorgun að Jón Gunnarsson, samgönguráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, vonaðist til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári. Slíkar framkvæmdir má þó ekki finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Jón hyggst skipa nýjan starfshóp sem falið verður að meta flugvallarkosti fyrir innanlandsflugið. Áður hafði slíkur hópur í svonefndri Rögnunefnd komist að þeirri niðurstöðu að Hvassahraun væri álitlegasti kosturinn fyrir nýjan innanlandsflugvöll. Að mati Jóns er miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri.Dagur B. Eggertsson borgarstjóriÞingmenn og ráðherrar úr samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins eru ekki allir hrifnir af áformum um nýja flugstöð í Vatnsmýri. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og fjármálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að Jón hafi ekki borið áformin undir neina Viðreisnarmenn svo hann viti. Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra og þingmaður Bjartrar framtíðar, vill flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni. „Ég ætlast til að fólk vinni eftir þeim sáttmála sem lagður er fyrir ríkisstjórnina. Annars er fólk að fara fram úr sínu umboði,“ segir Björt. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir að borgin þurfi að gefa leyfi fyrir þessum framkvæmdum. „Þetta þarf að vera í samræmi við skipulag. Við erum búin að breyta skipulagi þannig að þetta sé hægt en það er með þeim skilyrðum að þetta séu byggingar sem auðvelt er að færa og borgin mun ekki lenda í einhverri bótaskyldu ef skipulag breytist. Björt ÓlafsdóttirMér finnst mestu skipta að það sé að komast hreyfing á málið. Borgin hefur kallað eftir að það verði tekin afstaða á grundvelli niðurstöðu Rögnunefndar sem dregur fram góðan kost í flugvallarmálum,“ segir Dagur sem finnst fyllilega tímabært að ríkið, Reykjavíkurborg, flugrekstraraðilar og fleiri setjist yfir niðurstöður nefndarinnar. „Nú hef ég ekki séð neinar hugmyndir að erindisbréfi eða verkefni þessa starfshóps um málið sem ráðherra vill setja upp, en mér finnst gott að setja málið í farveg svo sé hægt að taka næstu skref.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, tísti í gær að framtíð innanlandsflugs væri ekki í Vatnsmýri. Að ætla annað væri sóun á dýrmætum tíma og peningum. Í svipaðan streng tók flokksfélagi hennar Hanna Katrín Friðriksson, sem ritaði á Facebook að það væri hennar skoðun að framtíðarsetning innanlandsflugs væri utan miðborgar Reykjavíkur. Ungliðahreyfing Viðreisnar hefur sömuleiðis sent frá sér yfirlýsingu þar sem áformin eru gagnrýnd.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira