Hrellir hins stranga stjórnanda Costco-hópsins Jakob Bjarnar skrifar 4. júlí 2017 16:40 Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir hefur í nægu að snúast við það eitt að ritskoða Gísla og fyrirspurnir hans í Costco-hópnum. Gísli Ásgeirsson þýðandi og tvöfaldur Íslandsmeistari í skrafli, á í einkennilegu ástar/haturssambandi við stjórnanda Facebookhópsins „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“, en tíu sinnum hefur hann sett innlegg í hópinn en átta þeirra hefur verið eytt.Stjórnandi og stofnandi þessa stærsta Facebookhóps Íslands, sem telur um 85 þúsund meðlimi, er Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir; þekkt af röggsemi og ísköldu miskunnarleysi gagnvart öllu því sem henni þykir ekki við hæfi inni á sínum Facebook-hópi. Gísli telur ekki að Sólveig hafi horn í síðu sinni eða sé sérstaklega á varðbergi þegar hann er annars vegar. „Það held ég ekki. Ég er ekki merkilegri en aðrir í hópnum. Hún er röggsöm, með mjög skýrar reglur og lætur verkin tala. Og ég ber virðingu fyrir því. Það verður að vera „ordnung“ í samfélaginu,“ segir Gísli.Allt er gott í Costco Hann tekur skýrt fram að hann sé ákaflega ánægður með Costco og innkomu verslunarinnar inn á íslenskan markað. Þetta hjálpi fólki að öðlast verðvitund og sé ekki vanþörf á.Gísli setti þessar hugleiðingar inn á Costco-hópinn í dag og ekki annað vitað en þetta lifi þar enn.„Ég hef ekkert nema gott eitt um búðina að segja, eðlilega. Maður fær gæðavöru á góðu verði og var kominn tími til. En, þetta sprell mitt gengur svolítið út á það að fólk leit svolítið á verslunina sem himnaríki fyrstu dagana og taldi að þar væri að finna allt milli himins og jarðar, allt er gott í Costco og svo uppgötvaði ég þennan ágæta hóp, sem er fjölmennasti Facebook-hópur á landinu,“ segir Gísli sem telur að sá stjórnmálaflokkur sem hefði aðgang að þessum fjölmenna hópi, þar sem eru tæp 30 prósent þjóðarinnar væri kominn í feitt. Gísli fór að senda inn fyrirspurnir á vefinn en aðeins eitt innlegg hefur fengið að lifa utan þess sem hann skrifaði í dag.Fást líkkistur í Costco? „Í árdaga hópsins setti ég inn fyrirspurn hvort fengjust líkkistur í Costco? Sem er eðlileg spurning. Og ég þurfti að hafa töluvert fyrir því að halda þessu inni því stjórnandinn vildi henda því út. Það má eiginlega orða það þannig að þetta sé eina innleggið mitt sem sett hefur verið inn af fullkominni alvöru,“ segir Gísli og hefur mörg orð um það að ekki sé fyrir hvern sem er að deyja á Íslandi.Fyrirspurnin um obláturnar hlutu ekki náð fyrir augum stjórnandans röggsama.„Líkkistur eru seldar hér á tíföldu verði miðað við útlönd. Ógurlega dýrt, ekki fyrir fátæklinga að jarða aðstandanda sinn. Sem er félagslegt vandamál.“ Gísli bendir á að ódýrar eikarkistur í Costco í Bandaríkjunum kosti 200 dollara. Hinn strangi stjórnandi hópsins féllst á þetta fyrir rest, að halda þessari fyrirspurn inni og þar með til haga. En, aðrar fyrirspurnir Gísla hafa fengið að fjúka. „Mér fannst leiðinlegt að sjá fyrirspurn mína um oblátur í handhægum neytendaumbúðum með rauðvínssopa, sem fást í Bandaríkjunum, fara.“Sprellvinkill á deginum Gísli áttaði sig ekki á því í fyrstu hversu dugleg Sólveig er við að þurrka út það sem hún telur orka tvímælis. En, er nú farinn, til öryggis og að gefnu tilefni, að taka afrit af færslum sínum. Og honum er ekki eins leitt og hann lætur. „Þetta gerist yfirleitt yfir kaffibolla á morgnana. Ég velti því fyrir mér hvort ég sjái einhvern sprellvinkil á deginum. Þetta tekur aldrei meira en sem nemur einum kaffibolla og svo fer ég bara að vinna. Færi seint að taka þetta svo alvarlega að mér færi að sárna, fjandakornið.“ Costco Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta. 15. júní 2017 11:45 Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Einn virkasti Facebook hópur landsins snýst um verslunina Costco og vöruúrvalið og verðið sem þar er í boði. Í hópnum eru um það bil 80 þúsund manns. Lífið sendi rannsóknarblaðamann sinn á tímalínu grúppunnar og hér birtast niðurstöður hans. 28. júní 2017 14:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Gísli Ásgeirsson þýðandi og tvöfaldur Íslandsmeistari í skrafli, á í einkennilegu ástar/haturssambandi við stjórnanda Facebookhópsins „Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð“, en tíu sinnum hefur hann sett innlegg í hópinn en átta þeirra hefur verið eytt.Stjórnandi og stofnandi þessa stærsta Facebookhóps Íslands, sem telur um 85 þúsund meðlimi, er Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir; þekkt af röggsemi og ísköldu miskunnarleysi gagnvart öllu því sem henni þykir ekki við hæfi inni á sínum Facebook-hópi. Gísli telur ekki að Sólveig hafi horn í síðu sinni eða sé sérstaklega á varðbergi þegar hann er annars vegar. „Það held ég ekki. Ég er ekki merkilegri en aðrir í hópnum. Hún er röggsöm, með mjög skýrar reglur og lætur verkin tala. Og ég ber virðingu fyrir því. Það verður að vera „ordnung“ í samfélaginu,“ segir Gísli.Allt er gott í Costco Hann tekur skýrt fram að hann sé ákaflega ánægður með Costco og innkomu verslunarinnar inn á íslenskan markað. Þetta hjálpi fólki að öðlast verðvitund og sé ekki vanþörf á.Gísli setti þessar hugleiðingar inn á Costco-hópinn í dag og ekki annað vitað en þetta lifi þar enn.„Ég hef ekkert nema gott eitt um búðina að segja, eðlilega. Maður fær gæðavöru á góðu verði og var kominn tími til. En, þetta sprell mitt gengur svolítið út á það að fólk leit svolítið á verslunina sem himnaríki fyrstu dagana og taldi að þar væri að finna allt milli himins og jarðar, allt er gott í Costco og svo uppgötvaði ég þennan ágæta hóp, sem er fjölmennasti Facebook-hópur á landinu,“ segir Gísli sem telur að sá stjórnmálaflokkur sem hefði aðgang að þessum fjölmenna hópi, þar sem eru tæp 30 prósent þjóðarinnar væri kominn í feitt. Gísli fór að senda inn fyrirspurnir á vefinn en aðeins eitt innlegg hefur fengið að lifa utan þess sem hann skrifaði í dag.Fást líkkistur í Costco? „Í árdaga hópsins setti ég inn fyrirspurn hvort fengjust líkkistur í Costco? Sem er eðlileg spurning. Og ég þurfti að hafa töluvert fyrir því að halda þessu inni því stjórnandinn vildi henda því út. Það má eiginlega orða það þannig að þetta sé eina innleggið mitt sem sett hefur verið inn af fullkominni alvöru,“ segir Gísli og hefur mörg orð um það að ekki sé fyrir hvern sem er að deyja á Íslandi.Fyrirspurnin um obláturnar hlutu ekki náð fyrir augum stjórnandans röggsama.„Líkkistur eru seldar hér á tíföldu verði miðað við útlönd. Ógurlega dýrt, ekki fyrir fátæklinga að jarða aðstandanda sinn. Sem er félagslegt vandamál.“ Gísli bendir á að ódýrar eikarkistur í Costco í Bandaríkjunum kosti 200 dollara. Hinn strangi stjórnandi hópsins féllst á þetta fyrir rest, að halda þessari fyrirspurn inni og þar með til haga. En, aðrar fyrirspurnir Gísla hafa fengið að fjúka. „Mér fannst leiðinlegt að sjá fyrirspurn mína um oblátur í handhægum neytendaumbúðum með rauðvínssopa, sem fást í Bandaríkjunum, fara.“Sprellvinkill á deginum Gísli áttaði sig ekki á því í fyrstu hversu dugleg Sólveig er við að þurrka út það sem hún telur orka tvímælis. En, er nú farinn, til öryggis og að gefnu tilefni, að taka afrit af færslum sínum. Og honum er ekki eins leitt og hann lætur. „Þetta gerist yfirleitt yfir kaffibolla á morgnana. Ég velti því fyrir mér hvort ég sjái einhvern sprellvinkil á deginum. Þetta tekur aldrei meira en sem nemur einum kaffibolla og svo fer ég bara að vinna. Færi seint að taka þetta svo alvarlega að mér færi að sárna, fjandakornið.“
Costco Tengdar fréttir Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12 Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta. 15. júní 2017 11:45 Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Einn virkasti Facebook hópur landsins snýst um verslunina Costco og vöruúrvalið og verðið sem þar er í boði. Í hópnum eru um það bil 80 þúsund manns. Lífið sendi rannsóknarblaðamann sinn á tímalínu grúppunnar og hér birtast niðurstöður hans. 28. júní 2017 14:45 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stofnandi íslenska Costco-hópsins á Facebook hefur aldrei komið í Costco Sólveig Bergland Fjólmundsdóttir, stofnandi Facebook-hópsins Keypt í Costco Ísl. – Myndir og verð, var gestur Reykjavík síðdegis í dag. Hún ræddi tilgang hópsins, sem nú hýsir tæplega 63 þúsund meðlimi, þrýsting neytenda á verslanir og hvort hún ætli sjálf nokkurn tímann að gera sér ferð í Costco. 30. maí 2017 18:12
Áhugaverðir og furðulegir Facebook-hópar Facebook-hópar eru eins misjafnir og þeir eru margir. Sumir eru vægast sagt furðulegir en aðrir eru afar áhugaverðir og fróðlegir. Þetta er aðeins brot af því besta. 15. júní 2017 11:45
Ferðalag um Facebook-vegg Costco-verja Einn virkasti Facebook hópur landsins snýst um verslunina Costco og vöruúrvalið og verðið sem þar er í boði. Í hópnum eru um það bil 80 þúsund manns. Lífið sendi rannsóknarblaðamann sinn á tímalínu grúppunnar og hér birtast niðurstöður hans. 28. júní 2017 14:45