Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2017 23:22 Donald Trump og Scott Pruitt (t.h.) hafa talað mikið um störf og meinta skaðsemi reglugerða en minna um umhverfið. Vísir/EPA Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) getur ekki fryst ný viðmið um losun gróðurhúsalofttegunda frá olíu- og gaslindum í tvö ár á meðan hún vinnur að nýjum samkvæmt úrskurði áfrýjunardómstóls í Washington-borg. Úrskurðurinn er talinn Þrándur í götu tilrauna stjórnar Donalds Trump til að vinda ofan af umhverfisreglum Baracks Obama, fyrrverandi forseta. Fleiri ríkisstofnanir hafa beitt sömu aðferð til að fella úr gildi reglur sem settar voru í tíð Obama. Úrskurðurinn nú er því talinn geta haft áhrif á fjölda annarra aðgerða sem ríkisstjórn Trump hefur gripið til samkvæmt frétt Washington Post. Í tíð Obama samþykkti Umhverfisstofnunin reglur sem takmarka magn gróðurhúsaloftegundarinnar metans og annarra mengunarvalda frá olíu- og gaslindum. Þegar Scott Pruitt, nýr forstjóri stofnunarinnar, tók við frestaði hann gildistöku reglnanna um tvö ár á meðan hann endurskrifaði viðmiðin. Áfrýjunardómstóll Columbia-svæðis sagði að stofnunin hefði rétt á að endurskoða viðmiðin en hún gæti ekki frestað gildistökunni sem var ákveðin í fyrra á meðan hún ákveður hvað eigi að koma í staðin. Hafnaði dómstóllinn ýmsum rökum forstjórans, meðal annars um að fulltrúar iðnaðarins hafi ekki fengið tækifæri til umsagnar. Þvert á móti hefði stofnunin breytt viðmiðunum að teknu tilliti til athugasemda hagsmunaaðila.Hætti við bann við hættulegu meindýraeitriPruitt hefur fellt úr gildi ýmsar aðrar reglur sem stofnanir settu þegar Obama var við völd frá því að hann tók við embætti. Undir hans stjórn hefur áhersla stofnunarinnar færst frá verndun umhverfisins og að hagsmunum iðnaðar og annarra hagsmunaaðila. Hefur hann sagst vilja færa völd yfir mörgu því sem EPA hefur haft eftirlit með í hendur einstakra ríkja Bandaríkjanna. Þannig hefur hann verið gagnrýndur fyrir að afnema bann við notkun meindýraeiturs sem vísindamenn EPA hafa sagt að valdi heilaskaða í börnum í jafnvel minnstu skömmtum skömmu eftir að hafa hitt forstjóra efnarisans Dow Chemical.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01 Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57 Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56 Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30 Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Sjá meira
Sópar náttúruverndarlögum Obama undir teppið Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun skrifa undir forsetatilskipun um að fella niður ýmis lög Barack Obama, forvera Trump, sem snúa að náttúruvernd. 28. mars 2017 12:01
Trúir ekki að koltvísýringur hafi áhrif á hækkandi hitastig jarðar Scott Pruitt, yfirmaður EPA, umhverfisverndarstofnunar Bandaríkjanna, hefur vakið mikla hneykslan í vísindasamfélaginu. 10. mars 2017 07:57
Nýr forstjóri Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna efasemdamaður um loftslagsbreytingar Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt tilnefningu Scott Pruitt í embætti forstjóra Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna en það var Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sem tilnefndi Pruitt í embættið. 17. febrúar 2017 22:56
Blóðugur niðurskurður í vændum hjá Umhverfisstofnuninni Loftslagsaðgerðir og hreinsunarstarf bandarísku Umhverfisstofnunarinnar í hættu í boðuðum niðurskurði Hvíta hússins. 2. mars 2017 14:30
Þrýst á vísindamann að breyta framburði fyrir þingnefnd Starfsmannastjóri bandaríska umhverfisráðuneytisins vildi að vísindamaður talaði gegn betri vitund um að stofnunin væri að láta vísindaráðgjafa fara þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðasta mánuði. 27. júní 2017 15:00