Gjaldþrot geðheilbrigðismála Sævar Þór Jónsson skrifar 14. júlí 2017 11:07 Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sævar Þór Jónsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í stöfum mínum sem lögmaður, og þá einkum sem lögráðamaður einstaklinga sem eiga við andleg veikindi að stríða, hef ég ítrekað rekið mig á algjört úrræðaleysi heilbrigðisyfirvalda sérstaklega í þeim tilvikum þegar þessir einstaklingar eru í neyslu. Oftar en ekki hafa þessir sömu einstaklingar brennt allar brýr að baki sér vegna neyslu og geðrænna kvilla sem oft er fylgikvilli ofneyslu vímuefna. Þá eru þessi sömu einstaklingar komnir á götuna og engin úrræði fyrir þá hvað t.d. húsnæðismál varðar. Það eru jú til ýmis vistunarúrræði en engin eða fá langtímaúrræði t.d. í húsnæðismálum. Þá eru fáu meðferðarúrræði sem eru á boðstólum ekki nægileg hnitmiðuð hvað varðar sérþarfir þessara einstaklinga en oftar en ekki þurfa bæði meðferðarúrræðin og vistunarúrræðin að haldast í hendur sérstaklega þegar um ræðir einstaklinga sem eiga bæði við alvarlega geðræna kvilla að stríða og langa neyslusögu.Fjársvelti virðist ráða ferðinni Eins og svo margt í okkar kerfum og þá sérstaklega í heilbrigðismálum virðist fjársvelti ráða ferðinni og úrræði og úrlausnir taka mið af því þrátt fyrir að vandinn sé mikill. Svo virðist sem kerfið gangi út á það að fjölskylda eða góðgerðasamtök taki að sér bæði að vista þessa einstaklinga og að finna þeim einhver úrræði. Getuleysið er algjört og dæmi um þetta eru mál sem hafa komið inn á borð hjá mér þar sem einstaklingar hafa verið vistaðir á geðdeildum tímabundið eftir t.d. sjálfsvígstilraunir meðan þeir voru í langvarandi neyslu og sleppt út án nokkurrar eftirfylgni. Þetta hefur sett mikið álag á aðstandendur sem oftar en ekki eru orðnir sjúklingar sjálfir og úrræðalausir. Þá hafa komið upp tilvik þar sem umræddir einstaklingar hafa komið út úr skammvinnu innígripi þessa ráðþrota kerfis og innan fárra daga svipt sig lífi. Það kann að vera að þessi málaflokkur er sé ekki tískumálaflokkur hjá stjórnmálamönnum en það er orðið mikilvægt að koma umræðunni af stað og fara að taka á þessum málum með öðrum hætti en að skera niður í kerfinu. Þá þarf félagslega kerfið einnig að vinna í að finna nýjar lausnir innan geðheilbrigðiskerfisins.Endurskoða þarf úrræði hjá borginni Einnig eru úrræði hjá borginni hvað varðar húsnæðismál sem þarf að endurskoða en borgin hefur t.d. rekið húsnæði fyrir langt leidda fíkla og alkóhólista sem eru á götunni. Þar er þeim gefið færi á að leita sér húsaskjóls eða sækja sér önnur úrræði í húsnæðismálum, þeir fá svo bætur greiddar en í þessu kerfi er að finna einstaklinga sem frekar ætti að ýta í meðferðarúrræði sem taka meira mið að því að hjálpa þeim í að ná bata í sinni fíkn. Nærtækara væri að tengja vistunarúrræði og greiðslur við það að þeir væru í meðferð hjá viðeigandi stofnun og þá væru fyrir hendi úrræði sem tækju mið af því að þessi einstaklingar væru með fjölþættan vanda í sinni neyslu.Úrræði og greiðslur án skilyrða fásinna Það að útbúa vistunarúrræði og greiðslur úr félagslega kerfinu án skilyrða um að þessir sömu einstaklingar séu í meðferðarúrræðum er að mínum mati fásinna og eitt dæmi um getuleysi kerfisins í þessum málaflokki. Þá eru langvarandi fjársvelti í geðheilbrigðismálum og meðferðamálum ekki vísir að góðri framtíð í þessum málaflokki sérstaklega þegar neyslu vímuefna er að aukast, t.d. á svokölluðum harðari efnum. Þá má einnig segja að réttarvörslukerfið þurfum einnig að taka breytingum þar sem einstaklingar sem brjóta af sér í neyslu sé frekar settir í úrræði sem taka mið að því að hjálpa þeim að hætta neyslu en ekki að refsa þeim eingöngu. Það er viða pottur brotin þegar kemur að þessum málaflokki en þetta hangir jú allt saman og einstaklingar með fjölþættan vanda þurfa fjölþætt úrræði.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar