Telur að koma Costco hafi áhrif á nýja og umdeilda auglýsingu ÁTVR Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2017 20:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er gagnrýnin á nýja auglýsingu ÁTVR. vísir/stefán Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir nýja auglýsingu ÁTVR sem ber yfirskriftina Röðin og er sett upp eins og nokkurs konar raunveruleikaþáttur. Þingmaðurinn veltir fyrir sér hver raunverulegur tilgangur auglýsingarinnar og spyr hvort ekki sé í raun um dulda áfengisauglýsingu að ræða og þá gagnrýnir hún jafnframt kostnaðinn við gerð hennar.Vísir fjallaði um auglýsinguna í gær og þá gagnrýni sem fram hefur komið á hana en í fréttinni en kom fram að áætlaður kostnaður við hana sé um 13 milljónir króna. Þá er tilgangur hennar meðal annars, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, að vera hvatning og áminning til starfsfólks fyrirtækisins um miklvægi þess að biðja um skilríki ásamt því að hvetja ungt fólk til að sýna skilríki að fyrra bragði. Auglýsingin var rædd í Bítinu á Bylgjunni í dag og var Áslaug Arna einfaldlega spurð hvað hann fyndist um hana. „Fyrst og fremst finnst mér óeðlilegt að skattgreiðendur séu að borga fyrir ímyndunarbaráttu ríkisfyrirtækis og hvað þá ríkisfyrirtæki í einokunarstöðu. Það var auðvitað frekar áhugavert að sjá þetta í gær því það var greinilega tilgangur ÁTVR að koma með þessa auglýsingu án þess að greina frá því fyrir hvern hún væri þetta var svona dulbúin ÁTVR-auglýsing. En það voru aðilar sem sáu í gegnum lénið og komust í rauninni að því óvart að þetta væri auglýsing frá Vínbúðinni,“ sagði Áslaug Arna.Sérstakt að ÁTVR fari í auglýsingaherferðir Hún sagði jafnframt að sér þætti auglýsingin dýr og kvaðst hafa velt ímyndarbaráttu ÁTVR fyrir sér. „Maður veltir fyrir sér hver raunverulegi tilgangurinn sé. Er það að sýna að ÁTVR sé eina fyrirtækið í heiminum og hér á Íslandi sem getur sinnt því að vera ábyrgt fyrirtæki sem selur áfengi og önnur fyrirtæki séu það ekki eða eru þetta ekki bara duldar áfengisauglýsingar að vera að auglýsa ÁTVR yfir höfuð?“ Þá benti Áslaug Arna á það að ÁTVR fer reglulega í auglýsingaherferðir en í þeim sé auðvitað ekki verið að auglýsa áfengi þar sem það sé bannað með lögum. Hún sagði að sér fyndist það verulega sérstakt að ríkisverslun færi fram með þessum hætti, ekki síst í ljósi að ÁTVR er með einokunarstöðu á smásölumarkaði fyrir áfengi.Íslendingar farnir að sjá að hægt er að kaupa áfengi á lægra verði Aðspurð hvers vegna hún teldi að ÁTVR væri að fara af stað með svo stóra auglýsingu núna svaraði Áslaug því til að hún teldi að koma Costco hefði áhrif. „Þau eru kannski að reyna að passa upp á það að fólk styðji þau í gegnum það að halda velli og mér finnst það líka sérstakt að ríkisfyrirtæki sé að gera það. Ég held að Costco spili svolítið inn í þetta. Þau eru að eyða gríðarlegum fjármunum í þessa auglýsingu og Costco hefur stór áhrif í þessu því Íslendingar eru farnir að sjá að það er hægt að kaupa mun ódýrara áfengi eins og matvöru af Costco en þó ekki fyrir almenning heldur bara fyrir þá sem eru með fyrirtæki. Ég held að fólk sé bara að sjá þetta og ÁTVR er hrætt við Costco eins og aðrar búðir því það er ekki bara loksins verið að selja okkur ódýrari matvöru heldur eru líka tækifæri á að fá ódýrara vín og ég held að Íslendingar sjái það.“ Þá benti Áslaug Arna á að ef ÁTVR væri ekki með einokun á sölu á áfengi gæti almenningur keypt áfengi í Costco á heildsöluverði eins og mat og aðrar vörur sem þar eru seldar. Hlusta má á viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Raunveruleikaþátturinn Röðin: Milljóna króna auglýsing ÁTVR sætir gagnrýni Auglýsingin er í formi einskonar raunveruleikaþáttar þar sem þátttakendur koma fyrir sérhæfða dómnefnd, skipuðum tannlækni, lögreglumanni, dyraverði, sálfræðingi og förðunarfræðingi, sem eiga að aldursgreina viðkomandi. 12. júlí 2017 22:30