Aðgreining og mismunun, fyrir hverja og af hverju? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar 27. júlí 2017 09:04 Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Mest lesið Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum kom frétt á Vísi um að litlu hefði mátt muna, að ung stúlka í hjólastól hefði nærri orðið strandaglópur á Keflavíkurflugvelli. Af góðsemi sinni bjargaði bílstjóri Kynnisferða henni frá því að þurfa að vera nóttina á flugvellinum. Talað var við Kristján Daníelsson framkvæmdastjóra Kynnisferða og Reykjavík Excursions, sem setti ábyrgðina á fatlað fólk, að það eigi að láta vita af sér ef því detti í hug að ferðast til landsins. Í sömu frétt er talað við Guðríði Björg Guðfinnsdóttur hjá Gray line rúturfyrirtækinu sem sagði að hægt væri að aðstoða fatlaða einstaklinga svo lengi sem hægt væri að leggja hjólastól þeirra saman og einstaklingurinn staðið í fæturna, annars er ekki tekið við fötluðu fólki nema í sér bíl! Hvað á að kalla þetta, þröngsýnis, forræðishyggju og skort á samkennd? Ætli það ágæta fólk sem stýrir almenningssamgöngum, strætó, rútum o.fl. vildi sjálft þurfa að standa í allskonar sértækum aðgerðum til að komast leiðar sinnar. Það er tími til komin að þið sem rekið almenningssamgöngur á Íslandi opnið augun fyrir því, að fatlað fólk hefur rétt til að fara um í samfélaginu á sama hátt og annað fólk. Ykkar er að koma með lausnina en ekki okkar að endalaust hringja og láta vita af því að við séum á ferðinni og panta sértæka bíla, svo hægt sé að aðgreina okkur enn frekar frá samfélaginu. Það væri gott að þið sem sjáið um samgöngur hér á landi hættið að ýta ábyrgðinni á fatlað fólk sem einfaldlega gerir ráð fyrir að geta ferðast til og frá flugvelli á Íslandi, svona eins og sennilega víðast hvar í siðmenntuðum löndum, án þess að þurfa að tilkynna sig sérstaklega og fá þar af leiðandi sér ferð í sér bíl. Sérdeilis mikið rugl hvað íslendingar eiga erfitt með að mismuna ekki og aðgreina ekki.Höfundur er varaformaður Sjálfsbjargar.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar