Sorglegur endir Íslands á HM eftir tap Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júlí 2017 14:30 Strákarnir hafa spilað vel í Alsír. Ísland er úr leik á HM leikmanna 21 árs og yngri eftir að hafa tapað fyrir Túnis í 16-liða úrslitum í dag, 28-27. Túnis hafði forystu í hálfleik, 14-13. Niðurstaðan er sorgleg fyrir íslenska liðið enda hafði það spilað vel á mótinu til þess. Leikmenn höfðu sagt fyrir mót að þeir ætluðu sér alla leið og vinna gull. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Túnisar voru með frumkvæðið sem og í upphafi síðari hálfleiks. Íslendingar komu til baka, ekki síst vegna framlags Óðins Þórs Ríkharðssonar sem átti stórleik og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 19-17, Túnis í vil, en þá tók Óðinn Þór til sinna mála. Hann skoraði fimm mörk í röð fyrir Ísland og breytti stöðunni í 22-20. Mikil spenna var á lokamínútunum og fengu Íslendingar þó nokkur tækifæri til að síga fram úr. Allt kom þó fyrir ekki. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin þegar 50 sekúndur voru eftir en Anouar Ben Abdallah kom Túnis aftur yfir, 28-27, þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Íslendingar héldu í sókn og fengu aukakast þegar þrjár sekúndur voru eftir. Ómar Ingi Magnússon skaut að marki úr erfiðri stöðu en skot hans var varið. Óðinn Þór átti sem fyrr segir stórleik en hann skoraði átta mörk í tíu skotum. Ómar Ingi, Arnar Freyr Arnarsson og Sigursteinn Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hver. Ómar Ingi tók þrettán skot í leiknum. Grétar Ari Guðjónsson stóð í marki Íslands allan leikinn og varði tólf skot. Skander Zaied var markahæstur hjá Túnis með ellefu mörk en hann tók alls 24 skot í leiknum. Ben Abdallah skoraði sjö mörk í tíu skotum. Íslenska liðið vann fyrstu fjóra leiki sína á mótinu en tapaði síðustu tveimur. Handbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Sjá meira
Ísland er úr leik á HM leikmanna 21 árs og yngri eftir að hafa tapað fyrir Túnis í 16-liða úrslitum í dag, 28-27. Túnis hafði forystu í hálfleik, 14-13. Niðurstaðan er sorgleg fyrir íslenska liðið enda hafði það spilað vel á mótinu til þess. Leikmenn höfðu sagt fyrir mót að þeir ætluðu sér alla leið og vinna gull. Jafnt var á flestum tölum í fyrri hálfleik en Túnisar voru með frumkvæðið sem og í upphafi síðari hálfleiks. Íslendingar komu til baka, ekki síst vegna framlags Óðins Þórs Ríkharðssonar sem átti stórleik og skoraði hvert markið á fætur öðru. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik var staðan 19-17, Túnis í vil, en þá tók Óðinn Þór til sinna mála. Hann skoraði fimm mörk í röð fyrir Ísland og breytti stöðunni í 22-20. Mikil spenna var á lokamínútunum og fengu Íslendingar þó nokkur tækifæri til að síga fram úr. Allt kom þó fyrir ekki. Elvar Örn Jónsson jafnaði metin þegar 50 sekúndur voru eftir en Anouar Ben Abdallah kom Túnis aftur yfir, 28-27, þegar fimmtán sekúndur voru eftir. Íslendingar héldu í sókn og fengu aukakast þegar þrjár sekúndur voru eftir. Ómar Ingi Magnússon skaut að marki úr erfiðri stöðu en skot hans var varið. Óðinn Þór átti sem fyrr segir stórleik en hann skoraði átta mörk í tíu skotum. Ómar Ingi, Arnar Freyr Arnarsson og Sigursteinn Rúnarsson skoruðu fjögur mörk hver. Ómar Ingi tók þrettán skot í leiknum. Grétar Ari Guðjónsson stóð í marki Íslands allan leikinn og varði tólf skot. Skander Zaied var markahæstur hjá Túnis með ellefu mörk en hann tók alls 24 skot í leiknum. Ben Abdallah skoraði sjö mörk í tíu skotum. Íslenska liðið vann fyrstu fjóra leiki sína á mótinu en tapaði síðustu tveimur.
Handbolti Mest lesið Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Sport Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Handbolti Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar Handbolti Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Handbolti Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Fleiri fréttir Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Hleraði leikhlé Norðmanna „Einn besti leikur sem maður hefur séð svakalega lengi“ Danir komnir í undanúrslit en Þjóðverjar þurfa stig gegn Frökkum Gísli gagnrýnir fyrirkomulagið á EM Sjá meira