Handbolti

Veszprem fyrst til að staðfesta áhuga Barcelona á Aroni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron í leik með Barcelona.
Aron í leik með Barcelona. Vísir/Getty
Svo virðist sem að ungverska félagið Veszprem hafi verið fyrst til að staðfesta að Aron Pálmarsson væri á leið til Barcelona frá og með næsta sumri.

Eins og kom fram í gær mætti Aron ekki á æfingu Veszprem í gær en Barcelona náði ekki samningum við ungverska félagið um að fá Aron til Spánar strax í sumar.

Sjá einnig: Von á yfirlýsingu frá Aroni

Í yfirlýsingu Veszprem kom fram að félagið hafi átt í viðræðum við Barcelona um þann möguleika að Aron myndi spila á Spáni í vetur. Hins vegar varð niðurstaðan að Aron myndi klára samninginn í Ungverjalandi.

Barcelona á sem fyrr segir eftir að staðfesta samning sinn við Aron en spænskir fjölmiðlar, svo sem Mundo Deportivo, hafa fullyrt að Aron komi í sumarið 2018, í síðasta lagi.

Aðeins einn leikfær leikstjórnandi er í liði Barcelona sem stendur, Spánverjinn Raul Entrerrios. Lasse Andersson frá Danmörku er einnig á mála hjá Börsungum en á við meiðsli að stríða. Filip Jicha, tékkneska stórskyttan, hefur einnig leyst af í stöðu leikstjórnanda í liði Barcelona.

Sjálfur hefur Aron ekkert viljað tjá sig um þessi mál, né heldur umboðsmaður hans.


Tengdar fréttir

Von á yfirlýsingu frá Aroni

Enn standa vonir til þess að hægt verði að greiða úr flækjunni sem upp er komin í Ungverjalandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×