Eigandinn að umtalaðasta jeppa landsins gaf sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2017 15:17 Ökumaðurinn og félagar hans halda niður Esjuna eftir að þeir festu bílinn á laugardaginn.Skemmdirnar á gróðrinum eru vel sýnilegar. Leifur Hákonarson Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ökumaður og eigandi að Toyota Land Cruser jeppa sem setið hefur fastur í hlíðum Esjunnar síðan á laugardag gaf sig fram við lögregluna í Grafarvogi eftir hádegi í dag. Ásgeir Pétur Guðmundsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir manninn hafa hringt í lögreglu og í framhaldinu mætt á stöðina og gefið skýrslu vegna málsins. Að sögn Ásgeirs Péturs ók maðurinn gamlan vegarslóða sem hefur verið í Esjunni frá því á stríðsárunum. Hann var með farþega með sér í bílnum og ók upp slóðann töluverða vegalengd. Á tíma verður vegaslóðinn ógreinilegur og þar virðist sem lukka ökumannsins og félaga hafi farið sígandi. Jeppanum var ekið áleiðis niður fjallið en festist svo í mýri, þar sem hann hefur verið fastur síðan. Málið er upplýst en enn er óljóst hvernig og hvenær bíllinn verður færður úr Esjunni og á göturnar.Jeppinn er fastur í mýri á milli göngustíganna tveggja upp að Steini eins og sést á þessu korti úr Lightroom.Leifur Skarphéðinsson„Við erum að reyna að finna einhvern aðila með spil til að krækja. Það er ekki hægt að fara alveg að bílnum nema að skemma helling til viðbótar,“ segir Ásgeir Pétur. Vísar hann þar til þeirra skemmda sem sjá má í hlíðum Esjunnar eftir jeppann. Líklegasta lendingin sé að keyra bíl með spil framan á upp stíginn, leggja reipi í jeppann og reyna að ná honum þannig upp úr mýrinni. Ásgeir Pétur hefur starfað hjá lögreglu í á fjórða áratug. Aðspurður hvort þetta mál sé með þeim sérstakari í starfinu segir hann svo margt koma upp í starfi lögreglumannsins. „En það er svolítið sérstakt að láta sér detta það í huga að fara alla leið þangað upp.“ Lögreglufulltrúinn segir manninn geta átt von á kæru fyrir utanvegaakstur.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35 Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Festi bílinn á Esjunni og skildi hann eftir Losa þarf bíl sem festist ofarlega á Esjunni í nótt. Lögregla hefur aldrei fengið slíkt mál á borð til sín. 30. júlí 2017 12:35
Stefna á að fjarlægja bílinn úr Esjunni í dag Töluverð náttúruspjöll eru á staðnum eftir bílinn. 31. júlí 2017 11:36