Stóriðju- og virkjanaárátta – stríð á hendur ósnortnum víðernum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. ágúst 2017 06:00 Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Tómas Guðbjartsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur skapast töluverð umræða um fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á Íslandi, enda virðist sem stjórnvöld ætli áfram að greiða götu mengandi stóriðju. Reynsla Keflvíkinga af kísilveri United Silicon í Helguvík er skýrt dæmi um misheppnaða stóriðjuframkvæmd og álver á Grundartanga, í Straumsvík eða Reyðarfirði munu seint teljast prýði eða bæta loftgæði. Þrátt fyrir að þessar verksmiðjur séu komnar til að vera þá er engan veginn sjálfgefið að það verði að reisa fleiri slíkar. Aðstæður á Íslandi eru gjörbreyttar og staðreynd að stóriðja fer illa saman við blómstrandi ferðamannaiðnað, sem er orðin sú atvinnugrein sem skapar langmestar gjaldeyristekjur og veitir miklu fleiri Íslendingum atvinnu en stóriðja.Virkjanir raska viðkvæmum víðernum Stóriðja er ekki aðeins mengandi heldur krefst hún mikillar orku sem fæst með því að virkja vatnsföll og háhitasvæði. Þessar virkjanir eru nær undantekningarlaust nálægt náttúruperlum sem bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn laðast að. Auk þess rjúfa þær ósnortin víðerni sem hafa minnkað um 70% á sl. 70 árum hér á landi. Ef stóriðjustefna og tilheyrandi virkjanaframkvæmdir halda áfram með sama hraða þarf ekki stærðfræðing til að reikna út hversu mikið verður eftir af ósnortnum víðernum fyrir komandi kynslóðir. Það er framtíðarsýn sem mér hugnast ekki. Ósnortin víðerni skipta nefnilega miklu máli, enda ein okkar helsta auðlind og það sem flestir útlendingar gefa upp sem ástæðu fyrir því að koma til Íslands.Heimsmeistarar í orkuframleiðslu til stóriðju Virkjanaárátta er stórt vandamál á Íslandi. Ljóst er að gríðarlegir hagsmunir er í húfi hjá orkufyrirtækjum og fjölda verktakafyrirtækja sem á síðustu 50 árum hafa tekið þátt í að auka orkuframleiðslu Íslendinga rúmlega tífalt. Í dag framleiða Íslendingar langmest allra í heiminum af rafmagni á íbúa, eða 54 kílóvattstundir, sem er helmingi meira en Norðmenn sem koma næstir með 23 kílóvattstundir. Langmest er framleitt með vatnsaflsvirkjunum en tæpur þriðjungur fæst með virkjun gufuafls. Aðeins 5% af þessari raforku eru nýtt til heimila en 80% fara til stóriðju, mest til álvera en einnig til járnblendi- og kísiliðjuvera. Orkan okkar er vissulega endurnýtanleg en reynslan af gufuaflsvirkjunum eins og á Hellisheiði og Reykjanesi hefur sýnt að þær eru ekki sjálfbærar ef gengið er hratt á auðlindina, sem er gufan neðanjarðar. Íslensk orka er heldur ekki ókeypis og að baki hverri virkjun er gríðarleg fjárfesting þar sem tekin hafa verið stór lán – oft í samvinnu við erlend risafyrirtæki. Stóriðja hefur vissulega skapað störf og tekjur hér á landi, en það hefðu peningarnir líka gert hefðu þeir verið nýttir til annarrar atvinnustarfsemi.Stóriðjuparadís þar sem náttúrunni blæðir Fyrir einhverjum áratugum voru álbræðslur taldar spennandi kostur til að styrkja efnahag landsins. Nú eru aðstæður hins vegar gjörbreyttar og viðhorf til náttúruverndar hafa breyst. Því stingur í stúf að á teikniborðinu séu átta stórar virkjanir hér á landi. Samtals eiga þær að skila 419 MW, sem er hvorki meira né minna en 60% af afli Kárahnjúkavirkjunar. Það er því verið að gefa í og gera Ísland að enn frekari paradís stóriðju. Viljum við það? Ég efast stórlega um að slík stefna samrýmist vilja meirihluta íslensku þjóðarinnar. Það er erfitt að stöðva gröfurnar þegar þær eru á annað borð komnar í gang. Að mínu mati er þessi stóriðju- og virkjanastefna úrelt og ekkert annað en stríð á hendur náttúru Íslands – náttúru sem okkur ber skylda til að vernda fyrir komandi kynslóðir.Höfundur er læknir og náttúruverndarsinni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun