Vetrarbræður keppir um Golden Leopard verðlaunin Stefán Árni Pálsson skrifar 2. ágúst 2017 16:15 Kvikmyndin verður frumsýnd á morgun. Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd sem opnunarmynd aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno en hún keppir þar um hin mikils metnu Golden Leopard verðlaun. Frumsýningin verður klukkan 12 að íslenskum tíma. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og fer nú fram í 70. skipti frá 2-12. Ágúst. Myndin er ein af 18 myndum sem hljóta þennan heiður og sú eina þetta árið frá Norðurlöndunum, en yfir þúsund myndir hvaðanæva að úr heiminum sækja um. Um er að ræða fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd sem gerir þetta enn meiri heiður þar sem eingöngu þrjár slíkar eru valdnar í aðalkeppnina því hátíðin er einnig með sérstakan flokk sem er sérstaklega gerður fyrir fyrstu myndir leikstjóra.Sautján ár síðan Balti kepptiLiðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri hefur keppt um Golden Leopard verðlaunin en árið 2000 var Baltasar Kormákur þar með sína fyrstu mynd 101 Reykjavík. Þar á undan hafði aðeins Friðrik Þór Friðriksson tekið þátt í aðalkeppninni, fyrst 1987 með Skytturnar og svo 1994 með Bíódaga.Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrunum Emil og Johan og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldisfullum deilum milli þeirra og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Saga um skort af ást sem fókusar á yngri bróðurinn, Emil, og þörf hans fyrir að vera elskaður og þráður. Tökur fóru fram við byrjun árs 2016 í Faxe, Danmörku.Útskrifaðist úr danska kvikmyndaskólanum. Hlynur leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr danska Kvikmyndaskólanum 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013) með Ingvar E. Sigurðssyni í aðalhlutverki var tilnefnd til Dönsku Kvikmyndaverðlaunanna og vann verðlaun fyrir Bestu Stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Odense og RIFF hátíðinni í Reykjavík. Nýjasta stuttmynd hans Sjö bátar (2014) var heimsfrumsýnd í keppnisflokki Toronto kvikmyndahátíðarinnar og var tilnefnd sem stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2015. Myndin er framleidd af danska framleiðslufyrirtækinu Masterplan Pictures og er Anton Máni Svansson meðframleiðandi fyrir hönd Join Motion Pictures, sem framleiddi hina margverðlaunuðu kvikmynd Hjartasteinn. Sölufyrirtæki Vetrarbræðra á alþjóðavísu er hið pólska New Europe Film Sales, sem sá einnig t.a.m. um sölu myndarinnar Hrútar eftir Grím Hákonarson. Með helstu hlutverk í Vetrarbræðrum fara þau Elliott Crossett Hove („In the Blood“), Simon Sears (TV‘s Follow The Money), Victoria Carmen Sonne („The Elite) og Lars Mikkelsen („House of Cards“). Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Á morgun mun Dansk/íslenska kvikmyndin Vetrarbræður, eftir Hlyn Pálmason, verða heimsfrumsýnd sem opnunarmynd aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno en hún keppir þar um hin mikils metnu Golden Leopard verðlaun. Frumsýningin verður klukkan 12 að íslenskum tíma. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar og fer nú fram í 70. skipti frá 2-12. Ágúst. Myndin er ein af 18 myndum sem hljóta þennan heiður og sú eina þetta árið frá Norðurlöndunum, en yfir þúsund myndir hvaðanæva að úr heiminum sækja um. Um er að ræða fyrsta mynd leikstjórans í fullri lengd sem gerir þetta enn meiri heiður þar sem eingöngu þrjár slíkar eru valdnar í aðalkeppnina því hátíðin er einnig með sérstakan flokk sem er sérstaklega gerður fyrir fyrstu myndir leikstjóra.Sautján ár síðan Balti kepptiLiðin eru 17 ár síðan íslenskur leikstjóri hefur keppt um Golden Leopard verðlaunin en árið 2000 var Baltasar Kormákur þar með sína fyrstu mynd 101 Reykjavík. Þar á undan hafði aðeins Friðrik Þór Friðriksson tekið þátt í aðalkeppninni, fyrst 1987 með Skytturnar og svo 1994 með Bíódaga.Vetrarbræður gerist í einangraðri verkamannabyggð á köldum vetri. Myndin segir frá bræðrunum Emil og Johan og hvernig þeirra daglega rútína er einn dag brotin upp með ofbeldisfullum deilum milli þeirra og annarrar fjölskyldu á vinnustaðnum. Saga um skort af ást sem fókusar á yngri bróðurinn, Emil, og þörf hans fyrir að vera elskaður og þráður. Tökur fóru fram við byrjun árs 2016 í Faxe, Danmörku.Útskrifaðist úr danska kvikmyndaskólanum. Hlynur leikstýrir og skrifar handritið að Vetrarbræðrum. Hlynur hefur getið sér góðs orðs sem leikstjóri síðustu ár en hann útskrifaðist úr danska Kvikmyndaskólanum 2013. Útskriftarmynd hans Málarinn (2013) með Ingvar E. Sigurðssyni í aðalhlutverki var tilnefnd til Dönsku Kvikmyndaverðlaunanna og vann verðlaun fyrir Bestu Stuttmynd á bæði kvikmyndahátíðinni í Odense og RIFF hátíðinni í Reykjavík. Nýjasta stuttmynd hans Sjö bátar (2014) var heimsfrumsýnd í keppnisflokki Toronto kvikmyndahátíðarinnar og var tilnefnd sem stuttmynd ársins á Edduverðlaununum 2015. Myndin er framleidd af danska framleiðslufyrirtækinu Masterplan Pictures og er Anton Máni Svansson meðframleiðandi fyrir hönd Join Motion Pictures, sem framleiddi hina margverðlaunuðu kvikmynd Hjartasteinn. Sölufyrirtæki Vetrarbræðra á alþjóðavísu er hið pólska New Europe Film Sales, sem sá einnig t.a.m. um sölu myndarinnar Hrútar eftir Grím Hákonarson. Með helstu hlutverk í Vetrarbræðrum fara þau Elliott Crossett Hove („In the Blood“), Simon Sears (TV‘s Follow The Money), Victoria Carmen Sonne („The Elite) og Lars Mikkelsen („House of Cards“). Nánari fréttir af Vetrarbræðrum er að finna á Facebook síðu myndarinnar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira