Setja þarf skýrar leikreglur um dagdvalir Pétur Magnússon og Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Í dag eru á höfuðborgarsvæðinu einu nálega tvö hundruð aldraðir með gilt færni- og heilsufarsmat fyrir hjúkrunarrými. Því miður er stór hluti þeirra fastur í legurými á Landspítalanum vegna þess að heppileg búsetuúrræði vantar. Þessir einstaklingar eru of veikir til að geta búið einir heima og komast heldur ekki á hjúkrunarheimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Á meðan þjónustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar ekki viðeigandi úrræðum. Of fá hjúkrunarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Á meðan hleður ástandið upp á sig með hverju árinu sem líður með miklum óþægindum fyrir aldraða, veika og aðstandendur þeirra, en einnig óþarfa tilkostnaði fyrir ríkissjóð. Af þessum ástæðum viljum við minna á mikilvægan valkost í þjónustu við aldraða sem stuðlað getur að því að þeir geti búið lengur heima. Það eru dagdvalarrými. Dagdvalarrými eru ætluð einstaklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri einstaklingum eða ákveðnum hópum. Þjónustuþegar koma að morgni og fara heim aftur síðdegis og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dagdvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir á eftri árum byrja að finna fyrir. Aukið framboð og notkun dagdvalarrýma, sem eru í boði í flestum sveitarfélögum landsins og aðallega rekin af sveitarfélögunum, hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum, getur bætt lífsgæði verulega og í mörgum tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Má því segja að þjónusta dagdvalarrýma sé ákveðin forvörn sem viðhaldi heilsu að ákveðnu marki og geri öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands voru í árslok 2016 heimildir fyrir 733 dagdvalarrýmum á landinu. Alls nýttu sér 1.884 dagdvalir á síðasta ári og hver og einn þjónustuþegi að meðaltali í 92,4 daga. Um 4,5% landsmanna, 67 ára og eldri, nýtur þjónustu dagdvala og eru flestir 80 ára eða eldri. Þrátt fyrir að öldruðum fjölgi stöðugt hefur dagdvalarrýmum ekki fjölgað í sama mæli frá árinu 2012 þótt bragarbót hafi verið gerð á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Í fyrrgreindri skýrslu Sjúkratrygginga er jafnframt bent á að ekki hafi verið gerð ítarleg greining á þjónustu í dagdvalarrýmum. Engir samningar hafa verið gerðir um þjónustuna og að mati þeirra sem nota og veita þjónustuna eru kröfurnar fremur óskýrar. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja að afar mikilvægt sé að skilgreina þjónustuna með gerð kröfulýsingar þannig að öllum sé ljóst hvaða þjónustu dagdvalir eigi nákvæmlega að veita. Einnig verður þá unnt að reikna út sanngjarnt verð fyrir þjónustuna á gegnsæjan og upplýstan hátt en svo er ekki í dag. Lítið hefur þó miðað í þessa átt þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þó rofaði til um sinn í október 2016 þegar skrifað var undir samkomulag milli SFV, velferðarráðuneytisins, Sjúkratrygginga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að stefna skyldi að því að hefja þessa vinnu og boða til fyrsta fundar í janúar sl. Síðan hefur reynst árangurslaust að fá boðað til fundarins þrátt fyrir ítrekaðar óskir því samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hefur stofnunin ekki fengið umboð velferðarráðuneytisins til slíkra viðræðna. Í rekstri dagdvala eru forföll algeng og í raun eðlilegur þáttur í starfseminni enda heilsa hvers og eins þjónustuþega misjöfn. Það er hins vegar bagalegt að ríkisvaldið greiðir eingöngu fyrir þau rými sem nýtt eru frá degi til dags óháð forföllum og föstum kostnaði rekstraraðila. Þetta er sambærilegt því ef skólar landsins fengju aðeins greitt í samræmi við mætingu nemenda hverju sinni. Misjöfn mæting þjónustuþega í dagdvalir eða nemenda í skóla breytir ekki útgjöldum sem liggja aðallega í föstum kostnaði vegna launa og húsnæðis. Tímabært er að sest verði niður sem fyrst til að komast að samkomulagi sem aðilar geti unað við. Þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er ekki skynsamlegt að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn, allra síst þegar ljóst er að þjónusta dagdvalanna hefur í för með sér þjóðhagslegan sparnað en ekki síður aukin lífsgæði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda sem er jú mikilvægasta atriðið.Höfundar eru formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í dag eru á höfuðborgarsvæðinu einu nálega tvö hundruð aldraðir með gilt færni- og heilsufarsmat fyrir hjúkrunarrými. Því miður er stór hluti þeirra fastur í legurými á Landspítalanum vegna þess að heppileg búsetuúrræði vantar. Þessir einstaklingar eru of veikir til að geta búið einir heima og komast heldur ekki á hjúkrunarheimili vegna skorts á hjúkrunarrýmum. Við sem störfum í velferðarþjónustu við aldraða höfum miklar áhyggjur af ástandinu. Á meðan þjónustuþegum öldrunarþjónustunnar fjölgar um 2% á hverju einasta ári fjölgar ekki viðeigandi úrræðum. Of fá hjúkrunarrými eru byggð og öðrum úrræðum fjölgar lítið. Á meðan hleður ástandið upp á sig með hverju árinu sem líður með miklum óþægindum fyrir aldraða, veika og aðstandendur þeirra, en einnig óþarfa tilkostnaði fyrir ríkissjóð. Af þessum ástæðum viljum við minna á mikilvægan valkost í þjónustu við aldraða sem stuðlað getur að því að þeir geti búið lengur heima. Það eru dagdvalarrými. Dagdvalarrými eru ætluð einstaklingum 67 ára og eldri en einnig í sértækum tilvikum yngri einstaklingum eða ákveðnum hópum. Þjónustuþegar koma að morgni og fara heim aftur síðdegis og sækja þjónustuna ýmist daglega eða tiltekna daga í viku. Í dagdvölum er lögð áhersla á að efla líkamlega og andlega færni ásamt því að rjúfa félagslega einangrun sem margir á eftri árum byrja að finna fyrir. Aukið framboð og notkun dagdvalarrýma, sem eru í boði í flestum sveitarfélögum landsins og aðallega rekin af sveitarfélögunum, hjúkrunarheimilum eða félagasamtökum, getur bætt lífsgæði verulega og í mörgum tilvikum dregið úr tíðni innlagna á sjúkrahús. Má því segja að þjónusta dagdvalarrýma sé ákveðin forvörn sem viðhaldi heilsu að ákveðnu marki og geri öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili. Samkvæmt nýlegri skýrslu Sjúkratrygginga Íslands voru í árslok 2016 heimildir fyrir 733 dagdvalarrýmum á landinu. Alls nýttu sér 1.884 dagdvalir á síðasta ári og hver og einn þjónustuþegi að meðaltali í 92,4 daga. Um 4,5% landsmanna, 67 ára og eldri, nýtur þjónustu dagdvala og eru flestir 80 ára eða eldri. Þrátt fyrir að öldruðum fjölgi stöðugt hefur dagdvalarrýmum ekki fjölgað í sama mæli frá árinu 2012 þótt bragarbót hafi verið gerð á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Í fyrrgreindri skýrslu Sjúkratrygginga er jafnframt bent á að ekki hafi verið gerð ítarleg greining á þjónustu í dagdvalarrýmum. Engir samningar hafa verið gerðir um þjónustuna og að mati þeirra sem nota og veita þjónustuna eru kröfurnar fremur óskýrar. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) telja að afar mikilvægt sé að skilgreina þjónustuna með gerð kröfulýsingar þannig að öllum sé ljóst hvaða þjónustu dagdvalir eigi nákvæmlega að veita. Einnig verður þá unnt að reikna út sanngjarnt verð fyrir þjónustuna á gegnsæjan og upplýstan hátt en svo er ekki í dag. Lítið hefur þó miðað í þessa átt þrátt fyrir ítrekaðar óskir þar um. Þó rofaði til um sinn í október 2016 þegar skrifað var undir samkomulag milli SFV, velferðarráðuneytisins, Sjúkratrygginga og Sambands íslenskra sveitarfélaga um að stefna skyldi að því að hefja þessa vinnu og boða til fyrsta fundar í janúar sl. Síðan hefur reynst árangurslaust að fá boðað til fundarins þrátt fyrir ítrekaðar óskir því samkvæmt upplýsingum frá Sjúkratryggingum hefur stofnunin ekki fengið umboð velferðarráðuneytisins til slíkra viðræðna. Í rekstri dagdvala eru forföll algeng og í raun eðlilegur þáttur í starfseminni enda heilsa hvers og eins þjónustuþega misjöfn. Það er hins vegar bagalegt að ríkisvaldið greiðir eingöngu fyrir þau rými sem nýtt eru frá degi til dags óháð forföllum og föstum kostnaði rekstraraðila. Þetta er sambærilegt því ef skólar landsins fengju aðeins greitt í samræmi við mætingu nemenda hverju sinni. Misjöfn mæting þjónustuþega í dagdvalir eða nemenda í skóla breytir ekki útgjöldum sem liggja aðallega í föstum kostnaði vegna launa og húsnæðis. Tímabært er að sest verði niður sem fyrst til að komast að samkomulagi sem aðilar geti unað við. Þeim sem þurfa á þjónustu dagdvala að halda mun halda áfram að fjölga. Það er ekki skynsamlegt að halda áfram að stinga höfðinu í sandinn, allra síst þegar ljóst er að þjónusta dagdvalanna hefur í för með sér þjóðhagslegan sparnað en ekki síður aukin lífsgæði þeirra sem þurfa á þjónustunni að halda sem er jú mikilvægasta atriðið.Höfundar eru formaður og varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar