Endurkomutíðnin hæst hjá 6-8 ára Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. ágúst 2017 06:00 Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Endurkomutíðni í fangelsi hefur verið Afstöðu hugleikin um margra ára skeið. Fyrst og fremst vegna þess að tilfinning félagsins stangast á við fullyrðingar Fangelsismálastofnunar og ráðamanna en einnig vegna þess að engar rannsóknir hafa verið gerðar á endurkomutíðni í íslensk fangelsi. Og það er tölfræði sem á að vera aðgengileg. Það er eitt helsta mælitæki í fangelsismálum, þannig sjáum við hvort starfið í fangelsum landsins skili árangri. Þau gögn sem ávallt eru dregin upp á yfirborðið þegar spurt er um endurkomutíðni í íslenskum fangelsum er könnun Norðmannsins Ragnars Kristoffersen sem starfar við norska fangavarðaskólann. Hann fékk sendar upplýsingar frá Noregi, Íslandi, Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð um það hvernig staðan var árið 2005 og kom skýrsla hans út árið 2010. Engin ástæða er til að draga í efa að það sem þar kemur fram sé satt og rétt. Á dögunum var nýr vefur Stjórnarráðsins kynntur og meðal þess sem finna má á vefnum er fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar en hún felur í sér útlistun á því hvernig markmiðum fjármálastefnu verði náð. Í kaflanum um almanna- og réttaröryggi er eftirfarandi texti um endurkomutíðni: „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samanburðarrannsóknar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með næstlægstu endurkomutíðni á eftir Noregi. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum er Ísland með bestu útkomuna. Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir kynferðisbrot, ofbeldisbrot og fíkniefnabrot koma mun sjaldnar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir þjófnað og umferðarlagabrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama afbrot.“ (Leturbreytingar eru Afstöðu.) Eftir að hafa rýnt í skýrsluna er ljóst að setja má umræddan texta fram með eftirfarandi hætti og hann er alveg jafn sannleikanum samkvæmur. „Árið 2010 voru birtar niðurstöður samnorrænnar samantektar á því hvernig föngum vegnar að lokinni afplánun. Þar kom fram að Ísland er með hæstu endurkomutíðni í hópi 18-20 ára fanga. Endurkomutíðni er reiknuð með tvennum hætti. Annars vegar sem hlutfall þeirra sem fá nýjan dóm innan tilskilins tíma frá lokum afplánunar, upphafi samfélagsþjónustu, eftirlits vegna skilorðsbundins dóms eða rafræns eftirlits og hins vegar sem hlutfall fanga sem hafa áður afplánað refsingu í fangelsi. Ef skoðaður er hópurinn sem afplánar refsingu með samfélagsþjónustu eða sambærilegum úrræðum stendur Ísland sig verst í hópi 18-20 ára og 61 árs og eldri. Samantektin leiddi m.a. í ljós að þeir sem eru dæmdir fyrir rán, ofbeldisbrot og umferðarlagabrot koma mun oftar aftur heldur en þeir sem dæmdir hafa verið fyrir fíkniefnalagabrot og kynferðisbrot. Þá kemur fram að þeir sem koma aftur, á Norðurlöndunum öllum, koma yfirleitt ekki inn aftur fyrir sama brot.“ Með þessu vill Afstaða benda á tvennt. Annars vegar að skýrslan frá 2010 dregur ekki upp neina glansmynd af ástandinu í fangelsiskerfinu íslenska og að hafa verður í huga, ef ráðherra ætlar sér að alhæfa út frá skýrslunni, að hópurinn sem hún segir standa verst var 6-8 ára þegar gögnunum var safnað.Höfundur er formaður Afstöðu - félags fanga.
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar