Horft til Íslands og hugsað upphátt Moritz Mohs skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar