Horft til Íslands og hugsað upphátt Moritz Mohs skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun