Áhrif Costco, bein og óbein Guðjón Sigurbjartsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Nú, rúmum tveimur mánuðum eftir opnun Costco, eru gríðarleg áhrif þegar komin í ljós. Ekkert lát er á straumi neytenda í verslunina sem sýnir hversu mikils virði framboð ódýrari og fjölbreyttari vöru er fyrir okkur. Sem er von því verðlag hér á landi er talsvert hærra en í nágrannalöndunum, sérstaklega matvælaverð og vextir af lánum, sem kemur niður á lífskjörum okkar því að við höfum minna til skiptanna þegar við erum búin að sinna grunnþörfunum fyrir mat og húsaskjól.Óbeinu áhrifin verða meiri Costco selur á rúmu kostnaðarverði og lætur nægja hagnaðinn af sölu aðgangskorta. Ein af bábiljum Bændasamtakanna, vegna skorts á betri rökum, er þessi: „Tilgangslaust er að fella niður tolla af matvælum því Hagar og aðrir smásalar myndu stinga mismuninum í vasann.“ Með tilkomu Costco getur enginn efast um að niðurfelling tolla skili sér til neytenda. Nýlega féllu rök Bændasamtakanna um mikla smithættu af ferskum innfluttum kjötvörum þannig að nú stendur fátt í vegi fyrir því að íslenskir neytendur fái aðgang að úrvali af hagstæðum, fjölbreyttum og hollum matvælum hvaðanæva. Samkvæmt úttekt okkar Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði, árið 2016, lækkar verð matvæla um 35% við niðurfellingu matartollanna auk þess sem fjölbreytni og gæði vaxa að sjálfsögðu. Slík lækkun sparar okkur, hverju og einu, um 100.000 krónur á ári. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir það um 400.000 krónur á ári en í rauninni getur fólk sótt sér meiri ávinning með því að flytja hluta af neyslunni yfir í ódýrari vörur. Þetta kemur öllum vel hvar sem þeir búa á landinu, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum, en samkvæmt UN líða um 6.100 börn á landinu efnalegan skort.Fyrir landsbyggðina skiptir lækkun kostnaðar við Íslandsferð miklu Lækkun matarverðs skiptir líka gríðarlega miklu máli fyrir stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu. Sums staðar á landinu er farið að bera á fækkun ferðamanna vegna þess hversu dýrt er að sækja landið heim. Þau landsvæði sem lengst eru frá SV-horninu lenda verst í þessu því ferðamenn stytta ferðir sínar og fara síður í lengri ferðir innanlands, til að spara útgjöld. Helstu kostnaðarliðir við Íslandsferð eru fargjöld, matur og gisting. Lágt gengi krónunnar dró um tíma úr sárasta ofurkostnaðinum en til framtíðar litið þarf að taka á háum grunnkostnaði. Löggjafinn getur lækkað alla ofangreinda kostnaðarliði með nokkrum pennastrikum. Sem fyrr greinir má lækka mat um að minnsta kosti 35% með niðurfellingu matartolla. Lækka má áfengisgjöld eftir þörfum með einfaldri ákvörðun. Háir vextir eru undirliggjandi ástæða hás gistikostnaðar og fleiri kostnaðarliða. Hægt er að lækka þá með upptöku stórs gjaldmiðils, væntanlega evru. Það tekur tíma en í millitíðinni má heimila fólki og fyrirtækjum lántöku í erlendri mynt með gengisvörnum sem geta verið mun ódýrari en vaxtamunurinn. Með þessu tryggjum við vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og bætum framlegð hennar og launagreiðslugetu. Góður viðgangur ferðaþjónustunnar, mikilvægasta byggðaaðgerð sem völ er á Störf sem nú eru talin tengjast landbúnaði eru um 10.000 en störf tengd ferðaþjónustu eru 20.000 til 30.000 eftir árstímum. Störfum sem tengjast landbúnaði fækkar en þeim sem tengjast ferðaþjónustu fjölgar. Við niðurfellingu matartolla fækkar störfum ef til vill um 500 eða svo, aðallega í svína- og kjúklinga-greinunum, en einnig í mjólk, eggjum og kindakjöti. Mikil þörf er fyrir þær vinnufúsu hendur sem losna og nota má ávinninginn af breytingunum, sem verður gríðarlegur til að auðvelda þær. Góður viðgangur ferðaþjónustu er mun mikilvægari en landbúnaður í núverandi mynd, líka fyrir landsbyggðina. Það er því gríðarlega mikilvægt að gera ferðaþjónustunni kleift að vaxa, líka í dreifbýli. Niðurfelling matartolla er því trúlega stærsta byggðaaðgerð sem völ er á. Með tilkomu Costco þarf ekki lengur að efast um að lækkunin gangi til neytenda og bæti þeirra hag. Ávinningurinn kemur líka fram í eflingu ferðaþjónustu um allt land sem getur tekið við hluta af óhagkvæmum heimskautalandbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú, rúmum tveimur mánuðum eftir opnun Costco, eru gríðarleg áhrif þegar komin í ljós. Ekkert lát er á straumi neytenda í verslunina sem sýnir hversu mikils virði framboð ódýrari og fjölbreyttari vöru er fyrir okkur. Sem er von því verðlag hér á landi er talsvert hærra en í nágrannalöndunum, sérstaklega matvælaverð og vextir af lánum, sem kemur niður á lífskjörum okkar því að við höfum minna til skiptanna þegar við erum búin að sinna grunnþörfunum fyrir mat og húsaskjól.Óbeinu áhrifin verða meiri Costco selur á rúmu kostnaðarverði og lætur nægja hagnaðinn af sölu aðgangskorta. Ein af bábiljum Bændasamtakanna, vegna skorts á betri rökum, er þessi: „Tilgangslaust er að fella niður tolla af matvælum því Hagar og aðrir smásalar myndu stinga mismuninum í vasann.“ Með tilkomu Costco getur enginn efast um að niðurfelling tolla skili sér til neytenda. Nýlega féllu rök Bændasamtakanna um mikla smithættu af ferskum innfluttum kjötvörum þannig að nú stendur fátt í vegi fyrir því að íslenskir neytendur fái aðgang að úrvali af hagstæðum, fjölbreyttum og hollum matvælum hvaðanæva. Samkvæmt úttekt okkar Þórólfs Matthíassonar, prófessors í hagfræði, árið 2016, lækkar verð matvæla um 35% við niðurfellingu matartollanna auk þess sem fjölbreytni og gæði vaxa að sjálfsögðu. Slík lækkun sparar okkur, hverju og einu, um 100.000 krónur á ári. Fyrir fjögurra manna fjölskyldu gerir það um 400.000 krónur á ári en í rauninni getur fólk sótt sér meiri ávinning með því að flytja hluta af neyslunni yfir í ódýrari vörur. Þetta kemur öllum vel hvar sem þeir búa á landinu, sérstaklega fátækum barnafjölskyldum, en samkvæmt UN líða um 6.100 börn á landinu efnalegan skort.Fyrir landsbyggðina skiptir lækkun kostnaðar við Íslandsferð miklu Lækkun matarverðs skiptir líka gríðarlega miklu máli fyrir stærstu atvinnugrein þjóðarinnar, ferðaþjónustu. Sums staðar á landinu er farið að bera á fækkun ferðamanna vegna þess hversu dýrt er að sækja landið heim. Þau landsvæði sem lengst eru frá SV-horninu lenda verst í þessu því ferðamenn stytta ferðir sínar og fara síður í lengri ferðir innanlands, til að spara útgjöld. Helstu kostnaðarliðir við Íslandsferð eru fargjöld, matur og gisting. Lágt gengi krónunnar dró um tíma úr sárasta ofurkostnaðinum en til framtíðar litið þarf að taka á háum grunnkostnaði. Löggjafinn getur lækkað alla ofangreinda kostnaðarliði með nokkrum pennastrikum. Sem fyrr greinir má lækka mat um að minnsta kosti 35% með niðurfellingu matartolla. Lækka má áfengisgjöld eftir þörfum með einfaldri ákvörðun. Háir vextir eru undirliggjandi ástæða hás gistikostnaðar og fleiri kostnaðarliða. Hægt er að lækka þá með upptöku stórs gjaldmiðils, væntanlega evru. Það tekur tíma en í millitíðinni má heimila fólki og fyrirtækjum lántöku í erlendri mynt með gengisvörnum sem geta verið mun ódýrari en vaxtamunurinn. Með þessu tryggjum við vöxt og viðgang ferðaþjónustunnar og bætum framlegð hennar og launagreiðslugetu. Góður viðgangur ferðaþjónustunnar, mikilvægasta byggðaaðgerð sem völ er á Störf sem nú eru talin tengjast landbúnaði eru um 10.000 en störf tengd ferðaþjónustu eru 20.000 til 30.000 eftir árstímum. Störfum sem tengjast landbúnaði fækkar en þeim sem tengjast ferðaþjónustu fjölgar. Við niðurfellingu matartolla fækkar störfum ef til vill um 500 eða svo, aðallega í svína- og kjúklinga-greinunum, en einnig í mjólk, eggjum og kindakjöti. Mikil þörf er fyrir þær vinnufúsu hendur sem losna og nota má ávinninginn af breytingunum, sem verður gríðarlegur til að auðvelda þær. Góður viðgangur ferðaþjónustu er mun mikilvægari en landbúnaður í núverandi mynd, líka fyrir landsbyggðina. Það er því gríðarlega mikilvægt að gera ferðaþjónustunni kleift að vaxa, líka í dreifbýli. Niðurfelling matartolla er því trúlega stærsta byggðaaðgerð sem völ er á. Með tilkomu Costco þarf ekki lengur að efast um að lækkunin gangi til neytenda og bæti þeirra hag. Ávinningurinn kemur líka fram í eflingu ferðaþjónustu um allt land sem getur tekið við hluta af óhagkvæmum heimskautalandbúnaði.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun