Séreign er sýnd veiði en ekki gefin Hrafn Magnússon skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði í fyrra var samið um að atvinnurekendur hækkuðu iðgjald sitt í lífeyrissjóði úr 8% í 11,5% af launum í þremur áföngum. Iðgjald launafólks yrði óbreytt eða 4%. Heildariðgjald í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði verður þannig komið í 15,5% um mitt næsta ár. Í samkomulaginu var hins vegar sett inn sérstakt ákvæði um að sjóðfélagar gætu sett viðbótariðgjaldið, 3,5%, í „tilgreinda séreign“ að hluta eða að öllu leyti.Séreign eða samtrygging?Séreignin er einkaeign sjóðfélagans og erfanleg. Í séreigninni felst hins vegar engin trygging, ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega vegna slyss eða heilsubrests. Séreignarfyrirkomulagið byggist líka á því að engin afkomutrygging er fyrir hendi fyrir eftirlifandi maka og börn vegna óvænts andláts sjóðsfélagans. Samtrygging er hins vegar alger andstæða séreignarinnar. Íslensku lífeyrissjóðirnir hafa almennt byggst upp á samtryggingu sjóðfélaga, þar sem mönnum er tryggður örorkulífeyrir, ef þeir missa heilsuna. Eftirlifandi mökum og börnum er tryggður lífeyrir við ótímabært andlát sjóðfélagans og eldri borgarar fá eftirlaun til æviloka, en ekki í tiltekinn afmarkaðan tíma. Fullyrða má að þessar áfallatryggingar sem lífeyrissjóðirnir veita sé ódýrasta og skilvirkasta tryggingaform sem fyrirfinnst hér á landi. Það byggist m.a. á því að allir sjóðfélagarnir taka þátt í samtryggingunni.Upplýst ákvörðun Í dag standa sjóðfélagar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði frammi fyrir því að taka upplýsta ákvörðun um hvort 3,5% viðbótariðgjaldið eigi að fara að hluta eða að öllu leyti í „tilgreinda séreign“ eða samtryggingu. Ef þeir kjósa að velja ekki, fer iðgjaldið sjálfkrafa í samtryggingu. Fyrir ungt fólk í blóma lífsins og barnafjölskyldur þá er engin spurning að það borgar sig að iðgjaldið sé í samtryggingu. Tryggingaverndin er það dýrmæt að henni má ekki fórna. Fyrir fólk á miðjum aldri gæti borgað sig að iðgjaldið fari í samtrygginguna, því að þá er mesta hættan að sjóðfélagar missi heilsuna og verði fyrir orkutapi. Hvað varðar konurnar segir tölfræðin okkur að þær lifi almennt lengur en karlar. Með því að velja að iðgjaldið renni í samtrygginguna fá þær eftirlaun til æviloka.Að veðja við sjálfan sigEf sjóðfélaginn er hins vegar heilsuhraustur og telur sig ekki þurfa á samtryggingu að halda, þá ætti hann að hugleiða séreignarfyrirkomulagið. Vandinn er hins vegar sá að sjóðfélaginn hefur ekki hugmynd um það, hvort hann mun halda góðri heilsu til eftirlaunaáranna. Sjóðfélaginn hefur auðvitað frjálst val að veðja við sjálfan sig um heilsufar sitt og dánarlíkur. Slíkt val getur hins vegar verið erfitt og lítils virði ef aðstæður sjóðfélagans breytast skyndilega. Því ættu sjóðfélagar að hugleiða vel og taka síðan upplýsta ákvörðun, hvort hluti skylduiðgjaldsins á að renna í séreign eða í samtryggingu.Önnur leið Launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur hafa um árabil átt frjálst val um að greiða allt að 4% af heildarlaunum sínum til viðbótar við venjulegt skylduiðgjald. Þessi sparnaður kallast viðbótarlífeyrissparnaður og er í dag ein hagkvæmasta leiðin til einkasparnaðar, því atvinnurekendur greiða 2% til viðbótar. Einstaklingar sem vilja eiga séreign sem erfist ættu því að hugleiða að greiða í slíkan viðbótarlífeyrissparnað. Margir nýta sér slíkan sparnað í dag, en alls ekki allir. Við uppbyggingu lífeyriskerfisins var einmitt gert ráð fyrir að viðbótarlífeyrissparnaðurinn mundi marka sér stöðu sem þriðja þrep kerfisins, þar sem fyrsta þrepið væru almannatryggingar og annað þrepið skyldubundnir lífeyrissjóðir. Þetta er sú þrepaskipting í lífeyriskerfinu sem allar þjóðir vilja fara eftir. Hin „tilgreinda séreign“ innan skylduiðgjalds lífeyrissjóðanna er hins vegar af öðrum toga. Því er ítrekuð nauðsyn þess að menn vandi sig vel áður en upplýst ákvörðun er tekin um að færa hluta skylduiðgjaldsins úr samtryggingu í séreign.Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun