Leiðtogakjör í Reykjavík Árni Árnason skrifar 15. ágúst 2017 08:00 Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Eftir Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á fundi stjórnar Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík í síðustu viku, var samþykkt tillaga þess efnis, að farin verði blönduð leið við val á framboðslista flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gærmorgun lagði ég fram tillöguna sem felur í sér leiðtogakjör um fyrsta sæti framboðslistans. Einstaka sjálfstæðismenn í Reykjavík virðast telja þessa tillögu ólýðræðislega. Það er misskilningur. Tillagan felur í sér að allir sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa kosningarétt í leiðtogakjörinu. Uppstillinganefnd kjörin af fulltrúaráðsmeðlimum mun hins vegar raða í önnur sæti listans. Það eru þrjár meginástæður þess að ég tel þessa leið besta fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík: Í fyrsta lagi hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt erfitt uppdráttar í borginni síðustu misserin. Þegar kannanir eru skoðaðar er augljóst að flokkurinn á æ minni samhljóm með konum og yngri kjósendum. Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tefldum við fram þremur karlmönnum í efstu sætunum sem skýrir að stóru leyti áhugaleysi þessara tveggja hópa. Nái tillagan mín fram að ganga getum við komið í veg fyrir skertan hlut kvenna og ungs fólks í stjórnmálaþátttöku innan Sjálfstæðisflokksins. Í öðru lagi er staðan í borginni með þeim hætti að úthverfi hennar upplifa sig í æ minni tengslum við stjórnsýslu og þjónustustig borgarinnar. Stór hluti borgarfulltrúa sem nú eiga sæti í borgarstjórn takmarkast við miðborgina. Reykjavík er stórborg og hver íbúi er mikilvægur í heildar samhenginu og því ber að tefla fram framboðslista sem tekur tillit til kyns, aldurs og búsetu innan borgarmarkanna til að endurspegla flóru borgarinnar. Í þriðja lagi þarf flokkurinn að sýna þor og áræði til að fara nýjar leiðir og draga lærdóm af deyfð og kosningaósigrum í Reykjavík á undanförnum árum. Vörður hélt fjölmennt, gróskumikið og afar vel heppnað Reykjavíkurþing núna í vor þar sem grasrót flokksins í Reykjavík náði víðtækri samstöðu um meginstefnumál flokksins í borgarmálum. Sú framtíðarsýn sem þar var mótuð er alfarið og augljóslega í anda Sjálfstæðisstefnunnar. Sá einhugur og styrkleiki sem þar ríkti styrkir mig í þeirri trú að blandaða leiðin muni skila frambærilegum framboðslista sem mun gera Sjálfstæðisflokkinn að raunverulegum valkosti fyrir kjósendur og eiga samleið með þeim í næstu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn, einn og sér, hélt meirihluta í bæjar- og borgarstjórn Reykjavíkur frá stofnun flokksins til 1978 og aftur 1982 til 1994. Hann hefur mest náð 10 borgarfulltrúum en hefur nú aðeins fjóra. Sagan sýnir okkur því að stefna Sjálfstæðisflokksins á fullt erindi til kjósenda sem eru orðnir langþreyttir á forsjárhyggju og aðgerðarleysi vinstri flokkanna. Til að ná vopnum okkar og fyrri styrk, þurfum við einungis að sýna vilja, kjark og samstöðu á fulltrúaráðsfundinum, styðja tillöguna og stuðla þar með að farsælum framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.Árni Árnason, stjórnarmaður í Verði, fulltrúaráði sjálfstæðisfélagnna í Reykjavík
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun