Viðreisn á villigötum Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. Fjármálaráðherra heldur því fram að erfiðleika í sauðfjárframleiðslu sé að rekja til nýs búvörusamnings. Velferðaráðherra telur að hátt matvælaverð sé til komið vegna matvöru sem nýtur innflutningsverndar. Hvort tveggja er alrangt. Sorglegt er að sjá hve litla þekkingu og skilning þessir ágætu herramenn hafa á málefninu og takmarkaða löngun til að setja sig inn í atvinnugreinar landsbyggðanna. Legg til að þeir stofni leshring og lesi nýja búvörusamninginn. Enn hefur ekkert „kindakíló“ verið framleitt undir nýjum búvörusamningi.Skilvirkari landbúnaður Til að byrja á byrjuninni þá er markmiðið í nýjum búvörusamningi að undirbúa landbúnaðinn fyrir áskoranir næstu ára og gera stuðningskerfið skilvirkara. Skapa greininni fjölbreytt sóknartækifæri með sjálfbærni, nýsköpun, heilnæmi afurða og velferð dýra að leiðarljósi. Auknir fjármunir voru settir í að framfylgja velferð dýra, að efla lífræna ræktun og til að auka fjölbreytni í landbúnaði almennt. Allt neytendum og bændum til hagsbóta. Í nýjum búvörusamningi verða beingreiðslur til bænda afnumdar í áföngum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru auk þess tollar felldir niður og lækkaðir af landbúnaðarvörum, beinlínis til að örva samkeppni. Ekki er gert ráð fyrir að dregið verði úr beingreiðslum til grænmetisbænda og búið er að innleiða niðurgreiðslu á raforku. Þess má einnig geta að stuðningur við jarðrækt og lífræna framleiðslu er stóraukinn í nýjum samningi sem er m.a. í takt við tillögur samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Ég held við getum öll verið sammála um að það er eftirsótt að geta valið um matvæli sem eru framleidd undir ströngu eftirliti þar sem notkun fúkkalyfja er brot af því sem gerist í öðrum ríkjum í Evrópu og að kröfur um aðbúnað dýra séu eins og best verður á kosið.Samkeppnin Líkt og velferðaráðherra þá fagna ég aukinni samkeppni þar sem neytendur geta borið saman verð og gæði. Ráðherra er hins vegar á rangri leið þegar hann telur að matvælaverð sé bundið við tolla. Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði. Ef matvælaverð er hátt hér á landi þá beinast mínar grunsemdir að álagningu matvæla sem verður til gegnum milliliði. Þessu til stuðnings þá hefur Samkeppniseftirlitið bent á að álagning verslana og/eða þar með vöruverð sé almennt hærra hér á landi vegna samþjöppunar einstakra aðila. Getur verið að ráðherrar Viðreisnar séu í hagsmunagæslu fyrir fjármálaöfl og heildsala sem lengi hafa eldað grátt silfur við framleiðslugreinar landsmanna? Getur verið að hagræðingaraðgerðirnar sem ráðandi aðilar í versluninni fóru í hafi ekki skilað tilætluðum árangri? Þá má spyrja sig af hverju verslunin geti ekki mætt nýrri samkeppni sem hefur komið til sl. mánuði. Ráðherrarnir leyfa sér að ráðast á undirstöður atvinnugreinar landsbyggðarinnar. Í sama augnabliki loka þeir augunum fyrir ábyrgri stefnu í sjálfbærni, dýravelferð, sýklalausum matvælum og aðgerðum í loftslagsmálum. Er þessum mönnum sjálfrátt? Hversu ótengdir geta menn verið og halda menn virkilega að þeir geti slegið ryki í augu neytenda? Getur verið að þeir sem tala mest fyrir frjálsri samkeppni skorti kjarkinn til að mæta henni þegar á hólminn er komið?Hvar er forsætisráðherra? Og að lokum. Stefnu- og ráðleysið hjá ríkisstjórninni er algert. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn leyfir Viðreisn að stýra umræðunni með því að stíga ekki fram. Hefur kúvending átt sér stað í forsætisráðuneytinu? Á að leyfa endalausar árásir á grundvallaratvinnugreinar landsbyggðarinnar? Það eru margir sem bíða svara – en munu ekki getað beðið endalaust!Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ráðherrar Viðreisnar keppast við að koma með hverja rangfærsluna á fætur annarri þessa dagana. Fjármálaráðherra heldur því fram að erfiðleika í sauðfjárframleiðslu sé að rekja til nýs búvörusamnings. Velferðaráðherra telur að hátt matvælaverð sé til komið vegna matvöru sem nýtur innflutningsverndar. Hvort tveggja er alrangt. Sorglegt er að sjá hve litla þekkingu og skilning þessir ágætu herramenn hafa á málefninu og takmarkaða löngun til að setja sig inn í atvinnugreinar landsbyggðanna. Legg til að þeir stofni leshring og lesi nýja búvörusamninginn. Enn hefur ekkert „kindakíló“ verið framleitt undir nýjum búvörusamningi.Skilvirkari landbúnaður Til að byrja á byrjuninni þá er markmiðið í nýjum búvörusamningi að undirbúa landbúnaðinn fyrir áskoranir næstu ára og gera stuðningskerfið skilvirkara. Skapa greininni fjölbreytt sóknartækifæri með sjálfbærni, nýsköpun, heilnæmi afurða og velferð dýra að leiðarljósi. Auknir fjármunir voru settir í að framfylgja velferð dýra, að efla lífræna ræktun og til að auka fjölbreytni í landbúnaði almennt. Allt neytendum og bændum til hagsbóta. Í nýjum búvörusamningi verða beingreiðslur til bænda afnumdar í áföngum. Í tíð síðustu ríkisstjórnar voru auk þess tollar felldir niður og lækkaðir af landbúnaðarvörum, beinlínis til að örva samkeppni. Ekki er gert ráð fyrir að dregið verði úr beingreiðslum til grænmetisbænda og búið er að innleiða niðurgreiðslu á raforku. Þess má einnig geta að stuðningur við jarðrækt og lífræna framleiðslu er stóraukinn í nýjum samningi sem er m.a. í takt við tillögur samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Ég held við getum öll verið sammála um að það er eftirsótt að geta valið um matvæli sem eru framleidd undir ströngu eftirliti þar sem notkun fúkkalyfja er brot af því sem gerist í öðrum ríkjum í Evrópu og að kröfur um aðbúnað dýra séu eins og best verður á kosið.Samkeppnin Líkt og velferðaráðherra þá fagna ég aukinni samkeppni þar sem neytendur geta borið saman verð og gæði. Ráðherra er hins vegar á rangri leið þegar hann telur að matvælaverð sé bundið við tolla. Staðreyndin er sú að búið er að fella niður tolla og lækka. Því er ekki lengur hægt að halda því fram að háir tollar stuðli að háu matvælaverði. Ef matvælaverð er hátt hér á landi þá beinast mínar grunsemdir að álagningu matvæla sem verður til gegnum milliliði. Þessu til stuðnings þá hefur Samkeppniseftirlitið bent á að álagning verslana og/eða þar með vöruverð sé almennt hærra hér á landi vegna samþjöppunar einstakra aðila. Getur verið að ráðherrar Viðreisnar séu í hagsmunagæslu fyrir fjármálaöfl og heildsala sem lengi hafa eldað grátt silfur við framleiðslugreinar landsmanna? Getur verið að hagræðingaraðgerðirnar sem ráðandi aðilar í versluninni fóru í hafi ekki skilað tilætluðum árangri? Þá má spyrja sig af hverju verslunin geti ekki mætt nýrri samkeppni sem hefur komið til sl. mánuði. Ráðherrarnir leyfa sér að ráðast á undirstöður atvinnugreinar landsbyggðarinnar. Í sama augnabliki loka þeir augunum fyrir ábyrgri stefnu í sjálfbærni, dýravelferð, sýklalausum matvælum og aðgerðum í loftslagsmálum. Er þessum mönnum sjálfrátt? Hversu ótengdir geta menn verið og halda menn virkilega að þeir geti slegið ryki í augu neytenda? Getur verið að þeir sem tala mest fyrir frjálsri samkeppni skorti kjarkinn til að mæta henni þegar á hólminn er komið?Hvar er forsætisráðherra? Og að lokum. Stefnu- og ráðleysið hjá ríkisstjórninni er algert. Forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn leyfir Viðreisn að stýra umræðunni með því að stíga ekki fram. Hefur kúvending átt sér stað í forsætisráðuneytinu? Á að leyfa endalausar árásir á grundvallaratvinnugreinar landsbyggðarinnar? Það eru margir sem bíða svara – en munu ekki getað beðið endalaust!Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun